Eins og allir eiga að vita þá er ég mikill aðdáandi Pixel símanna frá Google, og Nexus línunnar þar á undan, en Google fékk á sig mikið hate fyrir ákveðnar ákvarðanir varðandi þennan síma. Því langaði mig að deila minni reynslu af nýjasta Pixel símanum, Pixel 5. Ég hef séð alls kyns gagnrýni á þennan síma útum allt internetið, en að því sögðg held ég að fólk sé mun líklegra til að hafa sig í frami þegar það verður fyrir …
Category: Tech
Ég er Tech junkie, hugrenningar um allt um tækni.
Það vita aðeins innvígðir hvað það getur verið spennandi þegar það fer að styttast í nýja útgáfu af Android, amk tilheyri ég þeim hópi sem fer strax að hlakka til nýrrar útgáfu þegar ég hef notað núverandi útgáfu í nokkrar vikur/mánuði. Það er orðin hefð fyrir því að Google setji forútgáfu í loftið í febrúar fyrir alla þróunaraðila til að byrja að læra hvað er nýtt, hvað breytist og hvernig þeir þurfi að aðlaga umhverfi sín að nýrri útgáfu, hvort …
Leikjaþjónusta Google verður tveggja ára árið 2021, henni var formlega hleypt af stokkunum þann 19. Nóv 2019 sem gerir þessa þjónustu um það bil 13 mánaða þegar þessi orð eru skrifuð. Á þessum 13 mánuðum hefur Google unnið mikið þrekvirki í að þroska þjónustuna í að uppfylla þær væntingar sem gefnar voru á Game Developers Conference sviðinu í mars 2019. Ekki allar væntingar, en nægilega margar þó. Leiðinlega mikið Google… Þó eru nokkur augljós atriði sem enn vantar í þessa …
Langar mig að sjá Google reyna sig aftur með alvöru High End Pixel síma. Það er nánast samdóma álit allra að Pixel línan árið 2020 hafi verið frábær, nálgast viðfangsefnið af hógværð og hitt í mark varðandi alla grunn þætti snjallsímans. Frábær rafhlöðuending, góðir skjáir og best in class myndavél. Núna langar mig að sjá Google endurtaka leikinn með alvöru top of the line spekkum. Það er sér í lagi farið að verða aðkallandi að uppfæra myndavélaneman, þó ekki væri …
Vefritið óskar lesendum sínum gleðilegs nýs árs, með þökkum fyrir samfylgdina á liðnum árum. Um miðjann Desember fékk ég í hendurnar nýjasta flaggskip Google, Pixel 5. Það verður að segjast eins og er að ég var á báðum áttum með þetta tæki, fyrst og síðast vegna þess að þetta var ekki alveg stútfullt af nýjustu tækni. En verðið á tækinu endurspeglast í þessum “skorti” á því fínasta af öllu fínu. Google notast ekki lengur við Snapdragon 800 seríu örgjörva í …
Það virðist allavega á yfirborðinu rétt í tækatíð fyrir jólahátíðarnar þá sýnist manni sem svo að allir eða flestir leikarar á stóra sviðinu í streymisstríðinu hafi samið einhverskonar frið. Roku og HBO/Warner Media hafa samið um aðgang þess síðarnefnda að 46 milljón viðskiptavinum þess fyrrnefnda. Hugsanlega hjálpaði ákvörðun HBO að frumsýna nokkrar stórar myndir samtímis á streymi og í kvikmyndasölum. Apple og Google virðast einnig hafa samið nokkruskonar frið, Apple TVplus appið mun birtast á Android TV platforminu snemma á …
Eins og allir sem þekkja mig vita, þá er ég stoltur handhafi tveggja Google Stadia controllera og fyrir um ári síðan fór ég að spila aðeins af Google Stadia. Heima hjá mér er ég með 1GBits ljósleiðaratengingu, Chromecastið sem ég spila á, er vírað við Google WiFi router, heima setupið mitt ss. eins gott og það verður fyrir Stadia spilun. Svona ef við lítum framhjá þeirri staðreynd að allt fyrir utan heimilið er ekki alveg optimal. Ég þarf að versla …
Ekki nóg með að Google hafi lokið gangsetnginu á RCS skilaboðaþjónustu fyrir alla Android notendur í heiminum, utan Kína og Rússlands, núna í dag, heldur berast þær fréttir að einnig sé verið að laga eitt af vandamálum RCS þjónustunnar í beinu framhaldi. Þ.e.a.s. dulkóðun skilaboða enda á milli. Þetta er eitthvað sem iMessage notendur hafa notið lengi, en er núna loks að koma til default skilaboðaþjónustu Android notenda. Einn fyrirvara er hér mikilvægt að halda til haga. Skilaboðin eru aðeins …
Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Google hefur tekið þá ákvörðun að frá og með 1. Júní 2021 mun fyrirtækið ekki lengur bjóða notendum uppá gjalfrjálsa geymslu fyrir myndirnar sínar í gegum Google Photos þjónustuna. En hingað til hefur það verið notendum að kostnaðarlausu að hlaða upp ljósmyndunum sínum í Google Photos þjónustuna í hárri upplausn. Þessi þjónusta er enda, að Gmail undanskildu, mögulega vinsælasta þjónusta Google frá upphafi. Þessari stefnubreytingu hefur verið gerð ítarleg skil á …
Nýjustu innlegg