Gamlir vinir að byrja aftur.

Það var snemma á þessari öld sem ég fór að blogga, ekki sá fyrsti og langt frá því að vera sá síðasti. Það hefur svosem mikið vatn runnið til sjávar síðan þá. En þetta hefur verið skemmtilegt áhugamál sem ég hef sinnt mjög misvel, og þá frekar illa síðustu árin. En í byrjun var ég mikið duglegri, fyrir tíma samfélagsmiðla skulum við segja.

En á þeim tíma var mikið af fólki í kringum mig með blogg, GummiJóh var einn, Majae var önnur, Iðunn og Ásta líka, ásamt mörgum, mörgum öðrum. Samfélagsmiðlar hafa marga frábæra kosti, en líka mikla vankanta. Nú er kanski spurning hvort ég finni hjá mér nennu til að sinna þessu áhugamáli mínu á þessu ári sem er nýbyrjað.

Spurning um að endurræsa bloggrúntinn sem var farinn á hverjum degi í þá daga.

(Visited 17 times, 1 visits today)

1 comments On Gamlir vinir að byrja aftur.

  • Ég var einmitt að hugsa það fyrr í þessari viku hvenær það var sem ég byrjaði að blogga, ég man að ég var byrjaður áður en Blogger byrjaði og það var í ágúst 1999, þannig að við erum búnir að vera ansi lengi í þessu. Man líka þegar ég hýsti helling af þessum vefum á 300MHz Celeon dollunni minni á 1mbps loftlínunni frá Lína.net (good times!)

    En ég er sjálfur að reyna að peppa mig meira að skrifa oftar, ætla að reyna að vera duglegri í ár og er búinn að setja mér það markmið að skrifa allavega vikulega, helst oftar, á þessu ári. Sem ætti þá að skila mér 52 færslum.

    Og ég vil líka lýsa fullum stuðningi við að þú farir að blogga meira, færslur frá þér birtast alltof sjaldan í RSS lesaranum hjá mér!

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar