Það er þessi tími ársins, aftur.

Google kynnir nýjann síma og ég sit uppi með gamlan síma með “dated” hönnun. (já ég er svona hégómagjarn).
Ég get glatt alla lesendur vefritins að ég er svo sannarlega búinn að forpanta minn Pixel 8 pro, og fæ með honum dásamlega fallegt Pixel úr í kaupbæti. Þá innan nokkurra daga verð ég farinn að rokka fallegann síma með fallegu úri, úri sem hefur þann ótvíræða kost að líta út eins og úr og vera hringlaga. Það er fallegt.

Síminn kemur með nýjum örgjörva, ótrúlegum 7 ára hugbúnaðarstuðningi og með allt það nýjasta sem Android hefur uppá að bjóða. Þetta er eitthvað sem ætti að gleðja flest.

Þegar ég verð kominn með hann í hendurnar, þá að sjálfsögðu mun ég rita nokkur orð um þetta fallega tæki. Þangað til þarf ég að lifa með gamla tækinu og “dated” hönnunnni.

Ég segi dated, en það er ekki sanngjarnt, önnur premium tæki líta út eins og tækið frá því í fyrra, sem lítur út eins og tækið frá árinu þar á undan og svo framvegis. Eða, við skulum orða það svo, það þarf mjög þjálfað auga til að spotta muninn.

(Visited 14 times, 1 visits today)

2 comments On Það er þessi tími ársins, aftur.

  • Til hamingju með væntanlegan grip =)
    Ég er einmitt búinn að vera að fylgjast með netheimum varðandi þetta 7 ára loforð hjá Google með software supportið. Ég er að vona að þeir standi við þetta og haldi þessu áfram því það þýðir þá meiri stöðugleiki og betri framtíð fyrir símana =)

  • já, það er smá efi. En Ron Amadeo, sennilega sá blaðamaður sem hvað mest veit um þessi mál tjáði sig aðeins um þetta á Twitter.

    https://x.com/RonAmadeo/status/1710469021588402420?s=20

    Ég held að hann kjarni þetta nokkuð vel, þau hafa vissulega svikið loforð um aðgang að þjónustu og áskriftum, en hingað til hafa þau ekki svikið loforð um þjónustustuðning. Sennilega er fyrirtækið opið fyrir málsóknum gangi þau á bak orða sinna hvað þetta varðar.

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar