Blog Posts

Google að googlea yfir sig.

Það er þekkt í hópi áhugamanna um tækni að Google á mjög erfitt með að halda lokinu á nýjum vörum, eða að þau ákveða að henda þessu bara útí kosmósið og leyfa fólki að kjamsa á því sem er í vændum. Núna verður Google I/O þann 14. Maí næstkomandi og útlit fyrir að fyrirtækið kynni slatta af nýjum vörum, nokkuð örugggt að Google kynni Pixel 8a, sem er næsti “ódýri” síminn í Pixel línunni. Pixel a línan er reyndar ekki

Continue Reading

BestaDeildin 2024

Besta deildin 2024 er alveg að hefjast, aldrei hefur deildarkeppni í fótbolta hafist jafn snemma á Íslandi. Ekki nóg með það, þá er Vestri, lið með heimavöll á Ísafirði í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni. Fyrir þá sem ekki átta sig á því, þá er enn vetur á Ísafriði 6. Apríl. Þetta er spennandi og skemmtilegt og fyrir mína parta er Besta Deild karla og kvenna frábær afþreying fyrir alla sem hafa gaman af fótbolta, rebrandið er að

Continue Reading

Af MWC

Eins og allir lesendur vefritsins vita, þá hefur það verið draumur minn um langa hríð að komast á Mobile World Congress í Barcelona, ég var t.a.m kominn með miða, flug og hótel í febrúar 2020, en þá gerðist heimsfaraldur sem kom í veg fyrir þá heimsókn. Það væri ekki ofsögum sagt að halda því fram að ég hafi grátið í koddann í kjölfarið af þeim fréttum, ca 3 dögum áður en ég átti að leggja af stað. Núna árið 2023

Continue Reading

Ný plata frá Green Day.

Það er vel þekkt staðreynd að ég er mikill aðdáandi Green Day, en það er að koma ný plata. Það eitt og sér er fagnaðarefni. Hér er tóndæmi. Er þetta ekki bara okkar bestu á leiðinni að finna aftur taktinn, reiðina og pönkið. Hlakka til að fá alla plötuna í hendur. Follow @elmarinn

Continue Reading

Gamlir vinir að byrja aftur.

Það var snemma á þessari öld sem ég fór að blogga, ekki sá fyrsti og langt frá því að vera sá síðasti. Það hefur svosem mikið vatn runnið til sjávar síðan þá. En þetta hefur verið skemmtilegt áhugamál sem ég hef sinnt mjög misvel, og þá frekar illa síðustu árin. En í byrjun var ég mikið duglegri, fyrir tíma samfélagsmiðla skulum við segja. En á þeim tíma var mikið af fólki í kringum mig með blogg, GummiJóh var einn, Majae

Continue Reading

Græjuárið 2023 gert upp.

Það má ekki gleyma á áramótum að gera upp árið, það var reyndar í græjulegu sjónarmiði frekar rólegt, Google uppfærði frábærann síma, Pixel 7 línuna, í enn frábærari síma. Eftir margra mánaða vinnu fékk farsímadreifikerfið sem ég tek þátt í að reka vottun fyrir 5G og VoLTE. Tveimur árum eftir Apple og Samsung, en við tökum öllum góðum skrefum, mér er ekki kunnugt að annað kerfi á Íslandi sé með slíka vottun frá Google, en það er vonandi að þessi

Continue Reading

Nýr sími, hver er þetta?

Eins og allir sem þetta vita, þá er ég mikill aðdáandi Pixel tækja frá Google, fyrir mína parta er einfaldlega ekki til jafn skemmtilegur snjallsími á hverjum tíma og Pixel, sem þrátt fyrir ákveðna galla sem koma hægt og rólega fram. Þá eru kostirnir einfaldlega svo mikið fleiri en gallarnir. Stærsti gallinn er sá að þessir símar fást ekki opinberlega á íslandi, og voru reyndar lengi vel ekki opinberlega í boði í skandinavíu (eitthvað sem breyttist með Pixel 7 línunni

Continue Reading

Frjálsir fjölmiðlar.

Ég var mikill aðdáandi Kjarnans á sínum tíma þegar hann hóf göngu sína, fannst þessi e-magazine pæling verulega áhugaverð, síðan þróaðist hann yfir í að vera hefðbundin vefútgáfa sem ég styrkti um mánaðarlega upphæð, eitthvað smáræði sem mig munaði ekki um en eitthvað táknrænt sem gaf vonandi tóninn fyrir þann áhuga sem ég hef haft á að fá fréttir og upplýsingar frá breiðari grunni en bara einum. (ég reyndar les helst ekki Morgunblaðið eða mbl.is en það er önnur saga).

Continue Reading

Pixel 8pro

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að nýji Pixel síminn er sá besti frá upphafi, hann er ekki bara frábær, hann er líka fallegur, með stórkostlegann skjá og best in class myndavél. Þetta eru ekki fréttir, það væru fréttir ef nýji símnn er lakari en gamli síminn á einhvern hátt. Frábært tæki, sem ég reikna með að reyna betur og skrifa meira um bráðlega. En í millitíðinni má alveg mæla með þessu tæki fyrir fólk að kaupa. Það

Continue Reading

Site Footer

Sliding Sidebar