Hefðbundið hefur græjukynning Google átt sér stað í október, þá hefur nýjasta útgáfa Android þegar rúllað út á Pixel síma og aðra sem fljótir eru að uppfæra. En hefðbundið hefur Pixel sími hvers árs verið fyrsta tækið sem selt er með nýjustu útgáfu Android, núna er eitthvað annað á seyði. Google kynnir viðburð þann 13. ágúst næstkomandi þar sem líklega verða kynntir 3 nýjir símar, nýtt Pixelúr, nýtt Chromecast með Google TV og mögulega nýjir Pixel buds og Nest audio …
Tag: Pixel
Það er þekkt í hópi áhugamanna um tækni að Google á mjög erfitt með að halda lokinu á nýjum vörum, eða að þau ákveða að henda þessu bara útí kosmósið og leyfa fólki að kjamsa á því sem er í vændum. Núna verður Google I/O þann 14. Maí næstkomandi og útlit fyrir að fyrirtækið kynni slatta af nýjum vörum, nokkuð örugggt að Google kynni Pixel 8a, sem er næsti “ódýri” síminn í Pixel línunni. Pixel a línan er reyndar ekki …
Google kynnir nýjan síma og ég sit uppi með gamlan síma með “dated” hönnun. (já ég er svona hégómagjarn). Ég get glatt alla lesendur vefritins að ég er svo sannarlega búinn að forpanta minn Pixel 8 pro, og fæ með honum dásamlega fallegt Pixel úr í kaupbæti. Þá innan nokkurra daga verð ég farinn að rokka fallegann síma með fallegu úri, úri sem hefur þann ótvíræða kost að líta út eins og úr og vera hringlaga. Það er fallegt. Síminn …
Nú vita lesendur vel að ég hef verið að notast við láns iPhone í nokkrar vikur, tæki sem ég hef haft mjög gaman af þó það kalli lítið til mín. Til að vera sem sanngjarnastur þá ákvað ég að notast við mitt primary sim kort í þessu tæki á meðan fikti varaði, eina sem ég notaði Pixel 6pro símann minn í á meðan á prófunum stóð var að notast við hann til að nettengja Pixelbókina mína. Mín niðurstaða var að …
Eins og þið vitið öll, þá er ég mjög áhugasamur um Pixel síma Google. Þetta eru einfaldlega þau tæki sem ég dái hvað mest. Núna er staðan sú að ég er haldinn því sem á fagmálinu er kallaður Græjukláði. Þetta er sama vandamál og ég átti við að etja sem barn og var að bíða eftir jólunum og hún Svala Björgvinsdóttir lýsir svo vel í laginu Ég hlakka svo til. þar sem söguhetjan leiðir okkur í gegnum þjáninguna sem felst …
Það vita það allir sem þekkja mig að ég á ekki iPhone, ég hef aldrei átt slíkt og hef ekki hug á að eiga slíkt tæki. Hinsvegar gerðist það núna nýlega að mér var afhent slíkt tæki, iPhone 14, nýjasti base iPhoneinn sem ég hef fengið að leika mér að í nokkra daga. Ég vil byrja á að þakka Macland fyrir lánið. En það er best að setja nokkrar hugleiðingar um þetta tæki niður svona áður en ég verð látinn …
Næst verst geymda leyndarmál í snjallsímaheiminum verður opinberað þann 6. október næst komandi. Ásamt verst geymda leyndarmálinu. Hér er að sjálfsögðu verið að tala um Pixel 7 og 7pro, ásamt úrinu, Pixel Watch. Þetta er allt að fá formlega opinberun þó að við vitum nánast allt um þessi tæki. Símarnir fá nýjan örgjörva, Tensor G2, sem er nokkuð fyrirsjáanlegt, G fyrir Gen, en Google tekst engu að síður að koma stóru G fyrir í branding svona til að halda G-inu …
Eins og flestir lesendur vita þá hef ég verið að notast við Pixelbuds headfóna í nokkur ár, fór úr fyrstu kynslóðinni í kynslóð 2 og er núna kominn með pro útgáfu þessara headfóna. Þróunin hefur verið skynsamleg hjá Google, þó hún hafi verið aðeins hæg að mínu mati. Fyrsta kynslóðin var ekki alveg eins og best verður á kosið, þau lágu vel í eyrum með snúru á milli. Stóðu frekar langt út en hljómuðu vel þegar þau voru notuð innanhúss, …
Núna þegar jarðskjálftar ríða yfir Reykjanesskagann þá fáum við íslendinar að kynnast virkni í Android sem kynnt var til leiks á Google I/O árið 2020 og rúllað út síðar það ár í Bandaríkjunum og hefur hægt og rólega verið rúlla út til annarra landa síðan. Allir símar dagsins í dag búa yfir hröðunarskynjara, nema sem nemur minnstu hreyfingar tæksins og hjálpa til við að segja stýrikerfinu hverni síminn snýr, hvort það sé verið að ganga, hjóla etc með símann og …
Nýjustu innlegg