PixelBuds A

Fyrir rúmlega ári síðan eignaðist ég Pixel Buds second gen heyrnlatíl sem ég hef notað nánast daglega síðan. Frábær heyrnatól, þó ekki gallalaus. Það má nefna það t.d. að þau eru nokkuð dýr. Og þá sér í lagi á gráa markaðnum á íslandi.

En núna hef ég fengið í hendurnar 2 stk af Pixel Buds A, en eins og með aðra “A” hluti í framleiðslulínu Google, þar sem Aið stendur fyrir Affordable, er búið að fjarlægja nokkra “premium” fídusa til að ná niður verði.

Horfinn en minn uppháhalds fídus, þ.e.a.s. að strjḱa eftir headfóninum til að hækka eða lækka. En frábær Google Assistant virkni er þarna enn, tapp og tvöfallt tapp til að pása afspilun, virkja aðstoðarmanninn og fleira. Þau eru úr sama efni, plast með gúmmí köntum til að troða inní eyrun. Hleðsludokkan er áfram jafn þægileg, en horfin er þráðlaus hleðsla úr dokkunni. Allt þetta nær verðinu niður um ca 40%. Án þess að minnka smíðagæði, lækka hljómgæði og öll þessi grunnvirkni sem heyrnatól eiga að gera vel til að teljast brúkleg.

Pixel Buds A í kassanum, nettar og fallegar umbúðir.

Ég fékk mér hvít handa unglingnum og dásamlega falleg ólívugræn til að gefa einhverjum öðrum. Ef þú lesandi góður ert að ferðast um Bandaríkin, eða meginland Evrópu þá myndi ég ráðleggja þér að skoða það að skoða það að kaupa þessi heyrnatól.

(Visited 50 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar