Af 3 vikum með Pixel 5

Vefritið óskar lesendum sínum gleðilegs nýs árs, með þökkum fyrir samfylgdina á liðnum árum.

Um miðjann Desember fékk ég í hendurnar nýjasta flaggskip Google, Pixel 5. Það verður að segjast eins og er að ég var á báðum áttum með þetta tæki, fyrst og síðast vegna þess að þetta var ekki alveg stútfullt af nýjustu tækni. En verðið á tækinu endurspeglast í þessum “skorti” á því fínasta af öllu fínu.

Google notast ekki lengur við Snapdragon 800 seríu örgjörva í Pixel 5. Einn megin ókostur 865 örgjörvans er hve dýr hann er, þess utan. Þá er 765G örgjörvinn með innbyggðu 5G módemi öfugt ið 865 týpuna sem þarfnast “utanályggjandi” 4G/5G módems til að geta tengst netinu. Þetta er einn af orkusparandi eiginleikum 765G örgjörvans fram yfir “stórabróður” 865.

Það verður að segjast eins og er að tækið hefur komið mér skemmtilega á óvart. Allar aðgerðir eru snappý og þægilegar. Skjárinn er frábær, rafhlöðuendingin er frá einhverri annarri plánetu, við erum að tala um consistent 10+ tíma með kveikt á skjá. Við fáum aftur fingrafara skannann til aflæsingar, á bakhlið símans þar sem hann á að vera. Farin er telephoto linsan fyrir ultrawideangle linsu. En myndavélin er af hefðbundnum Pixel gæðum, best in class fyrir þennan meðaljón. Vissulega er kominn tími á að Google uppfæri myndavélaskynjarann en megin linsan er 12.2 Megapixla Sony linsa, sem er farin að verða nokkuð gömul. Það sem mælir fyrir notkun þessarar linsu er hve Google þekkir hana vel, kosti hennar og galla og geta “auðveldlega” kokkað upp leyndó sósuna til að töfra fram allra bestu upplifun notenda.

Síminn sem ég fékk mér, er grænlitaður, ysta lag hússins er einhverskonar plastefni sem húðað ef yfir álhúsið sjálft. Samsetningin er fyrsta flokks og öll upplifun af Pixel 5 er dásamleg. 25 mínútum eftir að ég kveikti á símanum var ég kominn með hann uppsettann eftir mínu höfði. Nokkurnvegin eins og maður á að venjast eftir áralanga notkun Pixel síma.

Ég var mjög efins um að nota hann sem minn daglega síma, en á 3 vikum hefur hann sannfært mig. Það eina sem ég sakna er öööörlítið meira skjápláss. Ég var búinn að vera að notast við rúmlega 6” síma í mörg ár, allt frá tímum hins upphaflega OnePlus. En þessi er með 6” skjá, vissulega enginn smásími, en lítill á mælikvarða dagins í dag. Saman með PixelBuds 2 er þetta hið besta partnership til að hlusta á tónlist eða hlaðvarp.

Kæmi einhver uppað mér mér og spyrði um ráðleggingu fyrir síma á verðbilinu 100-140 þús myndi ég alltaf benda á þetta tæki. Mögulega aðeins dýrt fyrir það hvað það er, en ekkert pervertískt. Síðan má panta hann frá Amazon í bretlandi og fá hann á rúmlega 100þús hingað kominn.

(Visited 50 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar