Android 12, SnowCone komið í prufufasa

Það vita aðeins innvígðir hvað það getur verið spennandi þegar það fer að styttast í nýja útgáfu af Android, amk tilheyri ég þeim hópi sem fer strax að hlakka til nýrrar útgáfu þegar ég hef notað núverandi útgáfu í nokkrar vikur/mánuði. Það er orðin hefð fyrir því að Google setji forútgáfu í loftið í febrúar fyrir alla þróunaraðila til að byrja að læra hvað er nýtt, hvað breytist og hvernig þeir þurfi að aðlaga umhverfi sín að nýrri útgáfu, hvort sem það eru nýir APIar, nýtt hönnunartungumál eða nýjar reglur um staðsetningu hluta. En fyrst og fremst furir þróunaraðila til að gefa endurgjöf til Google með nýja APIa og fleira í þeim dúr.
Ekki ætlað til að keyra á sínu daglega tæki.

Núna er ss röðin komin að Android 12, eitt af því skemmtilegra fannst mér alltaf að Google notaði efrirréttar heiti á hverja útgáfu, það hætti opinberlega með útgáfu Q. Sennilega af því að eftirréttir með heiti sem byrja á Q eru fáir og erfiðir. En innanhúss er enn verið að vinna með þessi heiti og Google gaf það út að innanhúss heiti útgáfu 12, sem er þá S í stafrófinu, væri SnowCone.

Það er helst frá því að segja að Material Design sem hefur verið leiðbeinandi stef Google í því sjónræna í Android frá árinu 2014 fær meiriháttar refresh. Það má segja um gæði þessa stefs að mér hefur aldrei fundist það vera eitthvað dated. Vissulega hefur það breyst og þróast með tíðarandanum, litir breyst og fleira í þeim dúr.
En þetta mun fá yfirhalningu í útgáfu 12, þó að núverandi Developer Preview hafi ekki enn fengið þá uppfærslu. Aðeins hafa nokkur skjáskot lekið út.

Helsti styrkleiki Android umfram önnur mobile stýrikerfi hefur í gegnum tíðina verið hversu auðvelt og þægilegt það er að vinna með tilkynningar, vissulega hægt að hafa það binary á eða af, en síðan allt á milli. Ásamt því hversu þægilegt að svara skilaboðum beint úr tilkynningunum. En þetta kerfi fær smá athygli og má segja að verið sé að bæta læsileika tilkynninga frekar en að breyta mikið virkninni, enda ekki langt síðan Google hræddi mig mikið með yfirhalningu á tilkynningavirkni.

Stuðningur við AVIF, sem er nýtt mynda format sem bætir myndgæði án þess að stækka myndaskrárnar nokkuð, einnig stuðningur við að umkóða HEVC og HDR video skrár yfir í mun útbreiddara AVC format.

Skjáskot fá loksins meiri athygli og rúllandi skjáskot verða loksins native í Android, þetta er viðbót sem við höfum öll beðið lengi eftir.
Síðan eru minni breytingar sem enn eru ekki orðnar það þroskaðar að hægt sé mikið að fjalla um þær.

Það sem hægt er að segja að það sé komin tímalína, sem lýsir sér í grófum dráttum á þann hátt að frá Febrúar fram í Apríl verði þetta aðgengilegt í þróunarforsýningu, hefðbundið í Maí, kemur fyrsta Beta útgáfa sem vanalega hefur verið kynnt á Google I/O og Beta útgáfur í gangi Maí fram til loka Júli og síðan útgáfukandídatar Ágúst fram undir miðjan sept. Ég persónulega hef verið að notast við þessa útgáfukandídata á því tæki sem ég nota dagsdaglega.

Tímalína útgáfu Android.
(Visited 36 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar