Ástaróður til Pixel 5

Eins og allir eiga að vita þá er ég mikill aðdáandi Pixel símanna frá Google, og Nexus línunnar þar á undan, en Google fékk á sig mikið hate fyrir ákveðnar ákvarðanir varðandi þennan síma. Því langaði mig að deila minni reynslu af nýjasta Pixel símanum, Pixel 5. Ég hef séð alls kyns gagnrýni á þennan síma útum allt internetið, en að því sögðg held ég að fólk sé mun líklegra til að hafa sig í frami þegar það verður fyrir vonnbriðgum vegna einhvers sem það hefur keypt. Ef sími virkar eins og hann á að gera, fer fólk sjaldnast á internetið til að skrifa um það. Þess vegna langar mig að deila minni reynslu þó ekki væri nema til að sýna fram á að samtal og spjallþræðir á internetinu eru langt frá því að vera algild lýsing á upplifun.

Ég keypti Pixel 5 símann minn vegna þess að ég kaupi alla Pixel símana og það var komið að því að uppfæra Pixel 4XL. Ég hef notað Pixel 5 í rúmlega 2 mánuði núna og ég elska þennan síma.

Hápunktar:

Smíði: Mér finnst síminn liggja frábærlega í hendi, sér í lagi án hulsturs. Fyrir mig er þetta fullkomin stærð, ég hafði áhyggjur af stærðinni í upphafi en hún venst mjög vel. Allt á skjánum er ínáanlegt, ólíkt minni reynslu af 4XL. Ég fékk mér Sorta Sage litinn, sem er nokkurskonar grá/grænn og kannski er það bara ég. En mér finnst þetta einn flottasti sími sem ég hef nokkurntíman séð. Bioresin (plast) húðin er þægileg viðkom og virkar ekki ódýr á mig og ekki sleip. Annar stór kostur er að það sjást aldrei fingraför á símanum.

Skjár: að vera með 90Hz skjá er frábært. Þetta ætti að vera lágmark fyrir símaskjái í dag. Allt annað er óásættanlegt fyrir síma sem kostar meira en 40þús.

Hraði: Hver þarf besta örgjörvann? Ég nota símann minn langmest í að vafra um samfélagsmiðla, hlusta á hlaðvörp, lesa tölvupóst spjalla, taka myndir, horfa á myndbönd og spila einstaka klósettleiki. Ekki einu sinni hef ég tekið eftir hökti eða að síminn frjósi. Það er nákvæmlega það sem ég þarf. Ef ég vissi ekki að það væri ekki top of the line örgjörfi í þessum síma hefði ég ekki tekið eftir því.

Rafhlöðuending: Hún er í sérstöku uppáhaldi varðandi þennan síma. Skal viðurkenna að rafhöðuending Pixel 4XL var ekki góð, en ég elska rafhlöðueindinguna á Pixel 5. hefðbundið þá er ég ekki með símann í hleðslu yfir nótt, heldur fullhleð ég símann að kvöldi og síðan er hann á náttborðinu yfir nótt, þá hefur hann misst ca5% af hleðslunni. Ég á enn eftir að ljúka degi með minna en 25% hleðslu á símanum mínum.

Hátalarar: Undir skjá hátalarinn fær mikið hate fyrir léleg hljómgæði. Og samanborið við Pixel 4XL minn þá vinnur 4XL svo sannarlega. En aldrei hef ég beint rekið mig á mjög léleg gæði hátalarans. Ég nokkuð reglulega á YouTube myndböndum á símanum og hljóðið hefur aldrei verið neitt vandamál. En mætti alveg vera betra.

Að lokum: Ég hef virkilega notið þess að eiga og nota þennan síma. Heildarupplifun notenda er frábær. Hlutirnir virka bara. Á sama tíma og ég veit að enginn spurði mig, þá vildi ég bara setja Pixel 5 í smá jákvætt ljós. Mjög ánægður með þessi kaup.

(Visited 51 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar