Blog Posts

Pixelbuds pro. Beint í mark, held ég.

Eins og flestir lesendur vita þá hef ég verið að notast við Pixelbuds headfóna í nokkur ár, fór úr fyrstu kynslóðinni í kynslóð 2 og er núna kominn með pro útgáfu þessara headfóna. Þróunin hefur verið skynsamleg hjá Google, þó hún hafi verið aðeins hæg að mínu mati. Fyrsta kynslóðin var ekki alveg eins og best verður á kosið, þau lágu vel í eyrum með snúru á milli. Stóðu frekar langt út en hljómuðu vel þegar þau voru notuð innanhúss,

Continue Reading

Í beta lífstílnum með Android 13

Eins og áður þá hef ég sjaldnan getað beðið með að uppfæra öpp og önnur kerfi sem ég nota. Oftast er það svo að þegar Beta útgáfur Android byrja að rúlla út þarf ég að berjast við sjálfan mig að uppfæra ekki. Það tekst vanalega þangað til síðasta beta útgáfa viðkomandi Android stýrikerfis kemur út, það er oft ca 2-3 vikum áður en fyllbúin útgáfa birtist. Á þessu varð engin breyting í ár. Eins og oft áður þá gerist eitt

Continue Reading

Tæknin maður!

Smá Android Chrome “leikur” fyrir alla sem nenna og hafa áhuga á. Leyfðu mér að kynna Floom, jebb Floom. Floom er eins og ég sagði, Chrome tilraun, aðeins í boði á Android. Leyfir okkur að horfa í gegnum jörðina með því að opna sýndargöng yfir á hina hliðina á jörðinni. Beint úr vafranum á símanum þínum. Tólið nýtir sér AR getu símans þíns ásamt Google Maps til að birta þessa töfra. er í boði á öllum nýjustu Android útgáfum, svo

Continue Reading

Mögnuð virkni í Android

 Núna þegar jarðskjálftar ríða yfir Reykjanesskagann þá fáum við íslendinar að kynnast virkni í Android sem kynnt var til leiks á Google I/O árið 2020 og rúllað út síðar það ár í Bandaríkjunum og hefur hægt og rólega verið rúlla út til annarra landa síðan. Allir símar dagsins í dag búa yfir hröðunarskynjara, nema sem nemur minnstu hreyfingar tæksins og hjálpa til við að segja stýrikerfinu hverni síminn snýr, hvort það sé verið að ganga, hjóla etc með símann og

Continue Reading

Eitthvað að rofa til. Google og Spotify byrja að leysa vandann.

Eins og glöggir lesendur þessa örbloggs vita, þá eru miklar deilur í gangi á milli Google/Apple annarsvegar og þróunaraðila hinsvegar, þá er fyrst og fremst verið að tala um stóra aðila á borð við Netflix, Spotify og náttúrulega Epic. Deilan snýst um að þessir stóru aðilar, og fleiri, vilja fá leið til að gera notendum sínum kleyft að setja upp öpp á símum og spjaldtölvum framhjá AppStore og PlayStore og um leið greiða fyrir þjónustuna milliliðalaust. En í dag, ef

Continue Reading

Google lekar í fyrirrúmi.

Eins og áður þá hefur Google gengið mjög illa að halda hlutum útaffyrir sig, það lekur bókstaflega allt sem þau ætla sér að kynna. Staðan er sú að ég hreinlega man ekki eftir því tæki sem Google sendi frá sér sem ekki hafði fengið óhólflega lekaumfjöllun, við vitum bókstaflega allt nema mögulega verðið svona ca 2-3 vikum áður en eitthvað kemur frá þeim. Google mun halda sinn árlega I/O viðburð skv venju undir lok Maí. Allar líkur á blönduðum online

Continue Reading

CES, Consumer Electronic Show nýlokið.

Að venju er CES fyrsta tækniráðstefna ársins. Þetta hefur hægt og rólega verið að breytast í ráðstefnu fyrir bíla, sjónvörp og undarlegheit. Þessi meginstraums neytenda tækni hefur færst annað. Fyrirtækin farin að kynna vörurnar á sér eigin viðburðum oftast. Mögulega til að stjórna skilaboðunum betur. Þó þetta sé raunin er oft eitthvað áhugavert á CES, t.d. kynnir Samsung nýjann sveigðann tölvuskjá, og þó að mér finnist hugmyndin um sveigt sjónvarp skelfileg, þá er hugmyndin um sveigðan tölvuskjá frábær. Enda notkunartilfellin

Continue Reading

Sjónvarpspanell er ekki bara sjónvarpspanell

Það er eiginlega að bera í bakkafullann lækinn að fara að skrifa eitthvað um sjónvörp og skjátækni. But here goes. Leikmannshugleiðingar um skjátækni. Til að byrja með, þá er best að útskýra á hundavaði muninn á OLED og LED (eða jafnvel síðari QLED) tækni, en í grunninn snýst þetta um hvernig dílar eru lýstir upp, OLED notast við filmu sem leggst á milli tveggja leiðara og gefur sjálf frá sér ljós sem lýsir upp dílinn þegar straumur fer í gegnum

Continue Reading

Undir lok árs

Þetta ár hefur verið áhugavert, fyrir Android áhugamanninn Elmar hefur það verið skemmtilegt og fullt af skemmtilegu slúðri sem bæði rættist og rættist ekki eins og gengur og gerist. Megi árið 2022 vera enn skemmtilegra, lausara við Covid. Fullt af skemmtilegum áskorunum og áföngum. Litla vefritið sem skrfar svo óreglulega óskar lesendum öllum, nær og fjær Gleðilegs nýs árs með þakklæti fyrir samfylgdina á liðnum árum. Follow @elmarinn

Continue Reading

Site Footer

Sliding Sidebar