Frjálsir fjölmiðlar.

Ég var mikill aðdáandi Kjarnans á sínum tíma þegar hann hóf göngu sína, fannst þessi e-magazine pæling verulega áhugaverð, síðan þróaðist hann yfir í að vera hefðbundin vefútgáfa sem ég styrkti um mánaðarlega upphæð, eitthvað smáræði sem mig munaði ekki um en eitthvað táknrænt sem gaf vonandi tóninn fyrir þann áhuga sem ég hef haft á að fá fréttir og upplýsingar frá breiðari grunni en bara einum. (ég reyndar les helst ekki Morgunblaðið eða mbl.is en það er önnur saga).

Sama má segja um Stundina þegar hún hóf göngu sína fór ég að kaupa aðgang að henni, af sömu ástæðum og ég vildi styrkja Karnann. En þegar þessir tveir miðlar sameinuðust undir nafninum Heimildin, þá hafði ég ákveðnar áhyggggjur, en um leið var ég nokkuð spenntur. Þarna er sennilega samankomin hæfileikaríkasta ritsjórn landsins, úrvals fólk á hverjum stað.

En það er svona efni sem gerir þennan fjölmiðil svo frábærann, gæða efni sem hægt er að gleyma sér í. Áfram Heimildin.

 

(Visited 12 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar