Það má ekki gleyma á áramótum að gera upp árið, það var reyndar í græjulegu sjónarmiði frekar rólegt, Google uppfærði frábærann síma, Pixel 7 línuna, í enn frábærari síma. Eftir margra mánaða vinnu fékk farsímadreifikerfið sem ég tek þátt í að reka vottun fyrir 5G og VoLTE. Tveimur árum eftir Apple og Samsung, en við tökum öllum góðum skrefum, mér er ekki kunnugt að annað kerfi á Íslandi sé með slíka vottun frá Google, en það er vonandi að þessi vottun rati hægt og rólega inní AOSP og verði hluti af grukkpakkanum sem hinir vinna með.
Það er leitun að þéttari pakka en þeim sem Google býður uppá, verðbil frá 35þús uppí 160þús. Headfónarnir þeirra eru frábær, hvort sem er að ræða ódýrari týpuna sem ekki er með ANC, eða pro línuna sem eru t.d. með ANC. Frábær tæki sem hljóma vel og fara vel með eyrun, þegar við höfum vanist því að stinga einhverju í eyrun í stað þess að fara utan á eyrun. Nú er bara að vinna að vottun fyrir úrin þeirra.
Frábæra headfóna eignaðist ég líka, Sony, WH1000X-m5 urðu fyrir valinu. Einfaldlega vegna þess að ég kann betur við Sony hljóminn en Bose hljóminn, bæði eru engu að síður frábærir headfónar.
Vefritið þakkar fyrir samfylgdina á líðandi ári, og ég reikna með að vera duglegri á árinu 2024 en ég var á 2023.