Af MWC

Eins og allir lesendur vefritsins vita, þá hefur það verið draumur minn um langa hríð að komast á Mobile World Congress í Barcelona, ég var t.a.m kominn með miða, flug og hótel í febrúar 2020, en þá gerðist heimsfaraldur sem kom í veg fyrir þá heimsókn. Það væri ekki ofsögum sagt að halda því fram að ég hafi grátið í koddann í kjölfarið af þeim fréttum, ca 3 dögum áður en ég átti að leggja af stað.

Núna árið 2023 þá komst ég loksins, ferðin var frábær í alla staði, olli sko aldeilis ekki vonbrigðum á nokkurn hátt. Sýningin stærri og með talsvert breiðari skýrskotun en ég átti von á. Þarna var allt að finna, það þurfti bara að leita, gengæ fartölva, fljúgandi bílar og önnur flygildi. Allskonar af öllu með 5G, AI, API og Sustainability sem kjarna orð.

Get ekki beiðið eftir því að fara aftur, en næst verð ég með einhverskonar snapps í morgunmat og fyrir svefninn til að drepa alla þá sýkla sem ég mögulega get komist í snertingu við. MWC flensan lét ekki að sér hæða.

(Visited 2 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar