Beðið eftir Google Pixel 7pro

Eins og þið vitið öll, þá er ég mjög áhugasamur um Pixel síma Google. Þetta eru einfaldlega þau tæki sem ég dái hvað mest.

Núna er staðan sú að ég er haldinn því sem á fagmálinu er kallaður Græjukláði. Þetta er sama vandamál og ég átti við að etja sem barn og var að bíða eftir jólunum og hún Svala Björgvinsdóttir lýsir svo vel í laginu Ég hlakka svo til. þar sem söguhetjan leiðir okkur í gegnum þjáninguna sem felst í því að bíða eftir jólnum,. En það er bara ég sem er að bíða eftir Pixelnum.

Í sumar, þegar ég vissi að það voru nokkrir mánuðir í þetta, þá var það lítið mál. En núna þegar við erum í reynd að tala um daga, en ekki vikur. Get næstum því talað um klukkutíma, þá verður biðin brátt óbærileg.

Ég þarf sennilega að leita mér aðstoðar.

(Visited 82 times, 1 visits today)

2 comments On Beðið eftir Google Pixel 7pro

  • Ég kannast vel við þetta minn kæri, að vera í ljósmyndun og að fá svokallað G.A.S. (Gear Acquisition Syndrome) er hrikalegt. Þú átt samúð mína =D
    En annars skil ég þig líka vel í þessu, við fáum oft áhuga á einhverjum ákveðnum græjum og það jaðrar við að vera kallað blæti, við erum svo tengdir þessum hlutum.
    Á endanum missum við áhugann eða tækin hætta að heilla eins mikið, spurning samt hve gamlir við þurfum að vera til að ná því tímabili.. ég bíð enn eftir að mitt byrji =P

  • Heldur betur, ég þýddi G.A.S. einmitt sem Græjukláða :), En ég bíð einmitt eftir því að græjuástin mín minnki eitthvað en það virðist ekki vera í sjónmáli.

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar