Nýr sími, hver er þetta?

Eins og allir sem þetta vita, þá er ég mikill aðdáandi Pixel tækja frá Google, fyrir mína parta er einfaldlega ekki til jafn skemmtilegur snjallsími á hverjum tíma og Pixel, sem þrátt fyrir ákveðna galla sem koma hægt og rólega fram. Þá eru kostirnir einfaldlega svo mikið fleiri en gallarnir.

Stærsti gallinn er sá að þessir símar fást ekki opinberlega á íslandi, og voru reyndar lengi vel ekki opinberlega í boði í skandinavíu (eitthvað sem breyttist með Pixel 7 línunni varðandi sakndinavíu) Þetta hefur þýtt að þeir sem hafa áhuga á að nálgast þessi tæki hafa þurft að standa í allskonar krúsídúllum til að nálgast tækin, en þó er vert að nefna snillingana á Emobi.is sem hafa verið að flytja þá inn, og selja á sanngjörnu verði. Eins má nefna Símann sem hefur verið dyggur stuðningsaðili Pixel á íslandi í gegnum tíðina og vert að nefna það hér, að tæpum 3 árum eftir að farnet á íslandi fengu 5G og VoLTE vottun frá Apple og Samsung að þá er amk eitt farnet á íslandi komið með 5G og VoLTE vottun frá Google.

Þetta eru stórar gleðifréttir fyrir Pixel nörda landsins, aðeins spurning hvort hinir farnetsrekendur landsins séu komnir af stað í þá vegferð að fá vottun á sín kerfi.

Pixel 8 pro síminn minn er frábær, hann gerir allt betra en 7 pro síminn minn og fleira til. Við elskum að leika að nýjum tækjum, en í dag tekur það uþb 40 mín að ræsa nýtt tæki þangað til allt er komið til baka, Klappið og Wallett og allt hitt. Engin ástæða til að óttast þetta. Áfram gakk, aðeins spurning hvað kemur í næstu ársfjórðungs uppfærslu frá Google fyrir notendur á Íslandi. En þessi stóra sem kom núna í desember ætla ég að líta á sem snemmbúna jólagjöf frá Google til mín, og allra Pixel nörda íslands. Þeir eru nokkrir og ég sé alltaf fleiri og fleiri in the wild.

(Visited 8 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar