Okkar besti maður ákvað að byrja aftur að skrifa, það er gleðiefni. Ég fann það, að eftir að Elon Musk ákvað að kveikja í Twitter með bræðismella tjúningu á algríminu sínu, FB, varð endalaus uppspretta auglýsinga og ég latari með hverju árinu sem líður að eǵ vildi bara henda samhengislausum hugsunum útí loftið, sem mögulega einhver les, en sennilega fáir. Þarf ekki like eða emoji, heldur meira bara að losa mig við einhverja innbyggða tjáningarþörf án þess að búast við …
Category: Moleskine
Ég er Moleskine fanboy, það er dásamlegt
Ég á eitt áhugamál, utan þess að eignast farsíma reglulega. En það er Kaffi og neysla á kaffi, eftir því sem meira verður drukkið af kaffi kemst ég alltaf meira og meira á þá skoðun að Bialetti kaffivélarnar eru það sem málið snýst um. Þær skila einfaldlega að jafnaði bestu niðurstöðunum. Kaffið úr þeim er einfaldlega alltaf jafn gott. Follow @elmarinn …
Það er vaninn að horfa um farinn veg og líðandi ár rétt fyrir gamlársdag, en ég kýs í þetta sinn að horfa fram á veginn í byrjun nýs árs. En þó með smá af því að horfa til baka. En árið 2022 var um margt gott ár fyrir mig persónulega, það byrjaði eins og hjá svo mörgum í einhverskonar samkomubanni, ég var heimavinnandi í nokkrar vikur í byrjun árs. En svo eins og hjá öllum þá bara hætti þetta og …
Núna þegar nýtt ár er hafið, nýr áratugur líka kjósir þú lesandi góður að telja þannig, þá er ekki úr vegi eftir að hafa óskað öllum gleðilegs ár með þakklæti fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða að kíkja aðeins á það sem stendur uppúr á þeim áratug sem nú er liðinn. Á þessum áratug sem nú er liðinn, urðu fjögur stærstu tæknifyrirtækin (Apple, Microsoft, Alphabet (Google) og Amazon) í heiminum enn stærri, aldrei áður í sögunni hafa 4 …
Núna sit ég á Landvetter flugvellinum í Gautaborg að bíða eftir flugi heim í gegnum Kaupmannahöfn. Ég hef áður lýst því hvernig Keflavíkurvöllur hefur versnað á undanförnum árum, og er svo komið núna að það er ekki einusinni hægt að fá almennilegt kaffi þar. Landvetter, þó að hann sé mun minni í umfangi en Keflavík, hefur hann góða flóru af veitingum, afþreyingu og umfram allt, virkilega gott kaffi á nokkrum stöðum. Svona 3ju bylgju kaffi fyrir þá sem það vilja. …
Til að byrja með er best að viðurkenna það strax að ég er notandi samfélagsmiðla, ég elska Twitter, ég var mikill aðdáandi instagram, ég elskaði Google+ og ég nota Facebook og SnapChat. Augljóslega er mikill munur á því hvernig ég nota þessa miðla, en ég get þó fullyrt að vera mín á Facebook er fyrst og fremst vegna þess að í gegnum það tól er megnið af tómstundum dætra minna skipulögð. Hina miðlana nota ég mismikið, en Twitter þó mest, …
Það vita það allir sem vilja vita að ég er mikill aðdáandi Moleskine dagbókanna, ég nota eina vikubók fyrir vinnuna til að halda utan um það sem ég er að vinna við í það og það skiptið, aðra notast ég við til að rita niður það sem ég þarf að muna á fundum sem ég kem að… Enn eina nota ég fyrir sjálfann mig, að rita niður það sem mér finnst áhugavert og/eða skemmtilegt. Í einni slíkri fann ég uppskrift …
Það fyrsta sem gerist á nýju ári, svona fyrir utan þetta hefðbundna, þá opnast nýr kafli í Moleskin blætinu mínu, ég opna nýja dagbók til að halda utan um það sem ég er að vinna í það og það skiptir, hver það er sem borgar etc. Alltaf tilefni til tilhlökunar. Ég klára jólagjafaflóðið af bókum og legg grunn að því hvað mig langar að lesa þegar líður á árið. Google Books að gera fína hluti þarna, sorrý ebaekur.is, appið ykkar …
Jebbs, það er Þýskaland enn og aftur, við erum hér öll 5 stödd í sveitinni hjá tengdó að njóta lífsins, 23-28 gráður og léttur andvari, svona eiga frí að vera takk fyrir…. Við látum okkur duga að gera sem allra allra minnst, lesa bækur, hlusta á tónlist, fara út að borða og elda mat. Þetta frí verður í minnum haft fyrir það hvað það fór vel með okkur, en það er kanski fyrir það hvað við höfum gert okkur mikið …
Nýjustu innlegg