Tilhlökkun á nýju ári.

Það er vaninn að horfa um farinn veg og líðandi ár rétt fyrir gamlársdag, en ég kýs í þetta sinn að horfa fram á veginn í byrjun nýs árs. En þó með smá af því að horfa til baka. En árið 2022 var um margt gott ár fyrir mig persónulega, það byrjaði eins og hjá svo mörgum í einhverskonar samkomubanni, ég var heimavinnandi í nokkrar vikur í byrjun árs. En svo eins og hjá öllum þá bara hætti þetta og við færðum okkur til hefðbundnari vinnuforms, en þó með þeim möguleika að vinna 1-2 daga heima ef menn vilja, það er þakklætisvert að vinna hjá fyrirtæki sem sýnir starfsfólki sínu sveigju þegar hennar er þörf. Ég færði mig um stað í fyrirtækinu líka í starf sem ég er mjög spenntur fyrir. Starf sem er krefjandi en um leið mjög gefandi, ég hef í gegnum tíðina alltaf fengið að þróast sem persóna og í þekkingu og reynslu allt þetta eru hlutir sem ekki eru sjálfsagðir og þarf að bera virðingu fyrir og meta.

Komandi ár verður því krefjandi á mig en um leið reikna ég með því að það verði mjög skemmtilegt faglega. Ég hlakka til að takast á við komandi áskoranir. Ég reikna með mjög miklu rollout af allskonar á árinu sem er nú að hefjast og að fjarskiptaaðgengi á íslandi verði áfram í fremstu röð í heiminum. Fyrir mitt ofurlitla framlag til að svo sé er ég mjög stoltur. Allir sem starfa í þeim geira á íslandi meiga alveg taka sér augnablik og klappa sjálfum sér á öxlina fyrir velunnið verk í krefjandi umhverfi. Þið eruð hversdagshetjur.

Á nýju ári opnast líka ný Moleskine sem heldur utan um allt sem ég er að gera í það og það skiptið, það er vissulega mikil tilhökkun að opna nyja ofursvala Moleskine dagbók og hipstera aðeins yfir sig með slíka vöru. Sú gamla fer á sinn stað uppí skáp við hliðina á öllum hinum.

Ég held áfram að drekka aðeins of mikið kaffi, en það er bara af því að kaffi er lífins elixír, eða eins og mikill hugsuður sagði einhverntíman: “Oh, I can’t stop drinking the coffee. I stop drinking the coffee, I stop doing the standing, walking, and words putting into sentence doing.” Þetta er einfaldlega of mikilvægt. En til að halda jafnvæginu sem réttustu, þá get ég ekki drukkið uppáhellt, aðeins gæðakaffi inn fyrir mínar varir.

Reikna fastlega með að ég muni eignast amk einn til tvo nýja síma á árinu og leika mér með mikið fleiri, það er líka mikilvægt.

(Visited 23 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar