Endurbirting af endurbirtingu, comfort food á tímum Covid-19

Ég ætla að leyfa mér að endurbirta blogg frá haustinu 2007, sem var síðan aftur birt árið 2012, þar sem ég fór mikinn í matreiðslu, en upphaflega færslan var birt á meðan ég var heima í fæðingarorlofi með frumbuðrinn. Þetta geri vegna þess að þennan rétt er handhægt að elda fyrir öll tækifæri, líka ef mann langar bara í einhverskonar comfort food. Á sínum tíma var ég mikið að hlusta á The Smiths, og naut lagsins Panic alveg í botn,

Continue Reading

Vefritið óskar lesendum gleðilegra jóla

Já, það er svo sannarlega gleðilegt þegar jólin ganga í garð og við/ég hjá litla vefritinu erum þar engin undantekning. Fyrir hönd vefritsins vil ég óska öllum lesendum nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls komandi ár. Árið sem senn er liðið hefur reynst skemmtilegt, með mörgum nýjum græjum og leikföngum, komandi ár 2020 mun gera það sama, ég veit að ég mun eignast ný Pixelbuds sem ég hlakka til að segja ykkur frá, ég mun að öllum líkindum eignast

Continue Reading

Hið fullkomna Lasagne.

Það vita það allir að til að gera hið fullkomna Lasagne, er lykilhráefni tími. Kjötsósan sem á að nota þarf nefnilega að malla í langan tíma, helst 3-4 klukkutíma og ekki er verra ef hún fær að standa yfir nótt. Það er einnig nauðsynlegt hafa góðann Spotify playlista í gangi. Til að gera nóg af kjötsósu í Lasagne fyrir stór fjölskyldu og tryggja að það verði afgangur til að borða daginn eftir þarf ca 1Kg af hakki, oft blanda ég

Continue Reading

Að fletta í gömlum skræðum.

Það vita það allir sem vilja vita að ég er mikill aðdáandi Moleskine dagbókanna, ég nota eina vikubók fyrir vinnuna til að halda utan um það sem ég er að vinna við í það og það skiptið, aðra notast ég við til að rita niður það sem ég þarf að muna á fundum sem ég kem að… Enn eina nota ég fyrir sjálfann mig, að rita niður það sem mér finnst áhugavert og/eða skemmtilegt. Í einni slíkri fann ég uppskrift

Continue Reading

Sumarfrí….

Jebbs, það er Þýskaland enn og aftur, við erum hér öll 5 stödd í sveitinni hjá tengdó að njóta lífsins, 23-28 gráður og léttur andvari, svona eiga frí að vera takk fyrir…. Við látum okkur duga að gera sem allra allra minnst, lesa bækur, hlusta á tónlist, fara út að borða og elda mat. Þetta frí verður í minnum haft fyrir það hvað það fór vel með okkur, en það er kanski fyrir það hvað við höfum gert okkur mikið

Continue Reading

Just in time.

Það er komið vor…. myndi ég segja nokkuð varanalega, og það er passlegt, ég er búinn að gera og græja hjólið mitt og get farið að nota það aftur eftir þennan vetur. Með spotify playlista í eyrunum getur þetta sumar ekki klikkað. Spotify FTW. Sumarið skal uppfyllt af öllu því sem ég hef gaman af :), Kaffi í öllu sínu veldi, matur af öllu gerðum, þó miðjarðarhafið verið ráðandi, hjólreiðar, tónlist og síðast en ekki síst konurnar mínar 4!. Og

Continue Reading

Hann Júlíus.

Við hjónaleysin í G22 fórum að baka brauð nýlega, það hófst á því að búa til grunnsúr til að baka úr, sú aðgerð er til þess að gera frekar einföld, kostar aðeins smá tíma, dagur 1, 150gr rúgmjöl blandað við 150 gr vatn, látið standa yfir nótt í stofuhita. Dagur 2, 150 gr rúgmöl og 150 gr vatn bætt við, hrært vel saman og látið standa í stofu hita yfir nótt. Dagur 3. bæta við 100 gr, rúgmjöl og 150

Continue Reading

Jólakveðja.

Vefritið hefur legið í dvala mestann part ársins 2012, það þýðir ekki að það muni leggja upp laupana, þvert á móti kemur það til með að rísa eins og fuglinn fönix úr öskustónni, hvort það verður á komandi ári er alls óvíst, en engu að síður langar vefritinu að óska vinum ættingjum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, friðar og farsældar á komandi ári. Hér er eldaður Hamborgarhryggur að A-Skaftfellskum sið. Með öllu því sem hin gamla herraþjóð kenndi okkur að

Continue Reading

Þau hafa örugglega búið í útlöndum…..

……… sagði yndæl kona sem varð á vegi okkar seinnipartinn í gær, ástæðan var sennilega piknikkið sem við tókum með okkur í Laugardalinn, herramanns máltíð, Spaghetti Bolognese ala elmarinn, klikkaði reyndar á parmesan ostinum, en það verður að hafa það. Bolognese kjötsósan mín er fyrir löngu orðin heimsfræg, og hvað er betra en að deila svoleiðis lystisemdum? Vissulega er það sennilega langt frá því að vera daglegt brauð að fólk mæti í Laugardalinn, dúki upp borð og skelli á það

Continue Reading

Site Footer

Sliding Sidebar