Það vita það allir sem þekkja mig að ég er mikill Green Day aðdáandi, Það er eitthvað við laga og textasmíð Billie Joe Armstrong sem einfaldlega grípur mig, hann hefur einstakann hæfileika að finna rétta “hook”ið og spinna út frá því. Vissulega ekki flóknasta lagasmíð sem sögur fara af, en með ákveðinn brodd sem mikilvægur er. Það eru 20 ár síðan hin stórbrotna plata American Idiot var gefin út, og kemur því hér í sérstakri útgáfu, þetta er fagnaðarefni og …
Category: Á náttborðinu
Hvað er ég að lesa á hverjum tíma.
Þeir sem þekkja mig, vita að ég nýt þess að drekka kaffi. Sennilega meira en flestir. Minn bolli of choice er tvöfaldur Espressó macchiato, sem eins og allir eiga að vita er tvöfaldur Espressó, mengaður með smá mjólkurfroðu. Besti slíkur bolli á höfuðborgarsvæðinu fæst á Kaffi Laugarlæk, sem vill svo skemmtilega til að er einmitt í mínu nánasta nágrenni, mæli með því að allir lesendur vefritsins rúlli þar við fyrir bolla, og jafnvel eitthvað gott að borða. Frábær matur á …
Það ætti ekki að koma neinum lesanda vefritsins á óvart að ég sé áhugamaður um Pixel símana frá Google. Ég hef átt þá alla, í XL útgáfunni, utan 3a, sem miðju dóttir mín fékk í venjulegu útgáfunni. Frá upphafi snerist Pixel verkefnið frekar snúist um að veita notendum bestu mögulegu upplifun af Android, frekar en að haka í einhver spekka box. Vissulega hafa símarnir alltaf verið vel spekkaðir, en aldrei í alveg efstu hillu. Símarnir hafa frá upphafi t.d. verið …
Að vanda er það Þýskaland sem varð fyrir valinu sem sumaráfangastaður fjölskyldunnar. Í notalegum sumarhita 25° á Celsíus er fátt sem jafnast á við Þýskaland að sumri. Planið er hvíld, ferðalög og meiri hvíld, ásamt lestri góðra bóka og lærdóms. Er hægt að biðja um það betra? Einmitt já, hlusta á mikið af tónlist heimsækja fjölskyldu og vini og gera allt það sem þarf til að endurnæra andann. Follow @elmarinn …
Ég er mikill áhugamaður um lestur, og les mikið. Undanfarin ár hefur þessi lestur færst mikið í stafrænt form. Þó svo að það sé ekki jafn gaman að sitja með rafbók og hefbundna bók. En sérstaklega þegar verið er að ferðast þá er þetta form einfaldlega heppilegra. Eins verður að segjast eins og er að verð spilar mikið inní, nema þegar kemur að íslenskum bókum, þar sem rafræna útgáfan kostar alla jafna jafn mikið og innbunda útgáfan, þetta er eitthvað …
Eitt af betri vikublöðum (um það bil) samtímans, er að mínu mati The New Yorker, blaðið hefur líka verið með mikla net nánd síðan 2001, en lengi hefur besta efnið verið lokað á bakvið áskrift, en það hefur bú breyst í bili amk. Vegna verulegrar endurhönnunar á viðmótum blaðsins, hvort sem er í browser, tablet eða síma. Lesið og njótið. Follow @elmarinn …
Það fyrsta sem gerist á nýju ári, svona fyrir utan þetta hefðbundna, þá opnast nýr kafli í Moleskin blætinu mínu, ég opna nýja dagbók til að halda utan um það sem ég er að vinna í það og það skiptir, hver það er sem borgar etc. Alltaf tilefni til tilhlökunar. Ég klára jólagjafaflóðið af bókum og legg grunn að því hvað mig langar að lesa þegar líður á árið. Google Books að gera fína hluti þarna, sorrý ebaekur.is, appið ykkar …
Jebbs, það er Þýskaland enn og aftur, við erum hér öll 5 stödd í sveitinni hjá tengdó að njóta lífsins, 23-28 gráður og léttur andvari, svona eiga frí að vera takk fyrir…. Við látum okkur duga að gera sem allra allra minnst, lesa bækur, hlusta á tónlist, fara út að borða og elda mat. Þetta frí verður í minnum haft fyrir það hvað það fór vel með okkur, en það er kanski fyrir það hvað við höfum gert okkur mikið …
Á náttborðinu mínu núna liggur bók sem heitir “Það var ekki ég”, stórfín bók eftir þýsk-íslenskan rithöfund að nafni Kristof Magnusson. Svartur á leik bíður mín, ásamt því að ég geri ráð fyrir því að kaupa Dan Brown þegar hann kemur út. Ég hef alltaf gaman af honum, kanski vegna þess að hann gerir ekki alltof miklar kröfur til lesandans eins og góðra spennusagna höfunda er siður. Að lokum er mikilvægt að geta þess að YYY’s ætla að gefa út …
Nýjustu innlegg