Hið fullkomna Lasagne.

Það vita það allir að til að gera hið fullkomna Lasagne, er lykilhráefni tími. Kjötsósan sem á að nota þarf nefnilega að malla í langan tíma, helst 3-4 klukkutíma og ekki er verra ef hún fær að standa yfir nótt. Það er einnig nauðsynlegt hafa góðann Spotify playlista í gangi.

Til að gera nóg af kjötsósu í Lasagne fyrir stór fjölskyldu og tryggja að það verði afgangur til að borða daginn eftir þarf ca 1Kg af hakki, oft blanda ég og tek 500gr nautahakk og 500gr grísahakk. 1 Rauðlauk saxaður, 2 meðal gulrætur saxaðar, 2 stelkar sellerí saxað, 150gr beikon kurlað niður. Ferskt rósmarín, 200ml nautasoð, rauðvín (bæði yfir matseldinni og í sósuna) og hvítlaukur smátt saxaður. 2 dósir hakkaðir tómatar.

Við steikjum beikonkurlið uppúr smá olíu þangað til það fer að dökkna smá. Setjum hvítlaukinn á pönnuna og gulrætur, lauk og sellerí strax á eftir, þetta fær að malla í pönnu þangað til allt er orðið mjúkt, tökum til hliðar.

Í annarri pönnu þurrsteikjum við hakkið og hellum svo góðum slurk af rauðvíni útí og sjóðum niður, nautasoðið fer næst í pönnuna og er soðið niður. Að þessu loknu bætum við steikta grænmetinu út í kjötið og hrærum vel saman, tómatdósirnar tæmdar yfir allt saman og aftur hrært vel í. Að lokum smellum við rósmarín greinunum útí sósuna og látum malla við lágan hita í 2-3 klukkutíma og hærum af og til í.

Fyrir gott Lasagne þarf líka bechamel sósu, en hún er mjög einföld, aðeins þarf að bræða ca 50gr af smjöri og hræra 50gr af hveiti útí smjörið og hita vel, hella rólega 1ltr af mjólk varlega yfir og hræra vel í á meðan það er gert, krydda með salti, nýmöluðum pipar og raspa múskat yfir sósuna að lokum. Hún má malla í nokkrar mínútur.

Að endingu finnum við til eldfast mót og setjum lag af kjötsósu bechamel sósu, rifinn parmesanost, ferskar lasagne plötur og síðan aftur þangað til sósurnar eru búnar, þá er stráð vel af parmesanosti yfir allt saman og inní 180gr heitan ofn í klukkutíma. Lasagneð má jafna sig í 15 mín áður en það er borðað… Mikilvægt er að finna gott ítalskt rauðvín (tildæmis Nubile vín frá Montepulciano) til að drekka með.

(Visited 100 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar