Tæknin maður!

Smá Android Chrome “leikur” fyrir alla sem nenna og hafa áhuga á. Leyfðu mér að kynna Floom, jebb Floom. Floom er eins og ég sagði, Chrome tilraun, aðeins í boði á Android. Leyfir okkur að horfa í gegnum jörðina með því að opna sýndargöng yfir á hina hliðina á jörðinni. Beint úr vafranum á símanum þínum. Tólið nýtir sér AR getu símans þíns ásamt Google Maps til að birta þessa töfra. er í boði á öllum nýjustu Android útgáfum, svo

Continue Reading

Mögnuð virkni í Android

 Núna þegar jarðskjálftar ríða yfir Reykjanesskagann þá fáum við íslendinar að kynnast virkni í Android sem kynnt var til leiks á Google I/O árið 2020 og rúllað út síðar það ár í Bandaríkjunum og hefur hægt og rólega verið rúlla út til annarra landa síðan. Allir símar dagsins í dag búa yfir hröðunarskynjara, nema sem nemur minnstu hreyfingar tæksins og hjálpa til við að segja stýrikerfinu hverni síminn snýr, hvort það sé verið að ganga, hjóla etc með símann og

Continue Reading

Google lekar í fyrirrúmi.

Eins og áður þá hefur Google gengið mjög illa að halda hlutum útaffyrir sig, það lekur bókstaflega allt sem þau ætla sér að kynna. Staðan er sú að ég hreinlega man ekki eftir því tæki sem Google sendi frá sér sem ekki hafði fengið óhólflega lekaumfjöllun, við vitum bókstaflega allt nema mögulega verðið svona ca 2-3 vikum áður en eitthvað kemur frá þeim. Google mun halda sinn árlega I/O viðburð skv venju undir lok Maí. Allar líkur á blönduðum online

Continue Reading

Pixel úr og Jólakveðjur

Eins og alþjóð veit, þá er ég ekki á snjallúravagninum. Hef sennilega oftar en talið verður kallað þau lausn í leit að vandamáli. Mögulega snýst þessi andúð mín um að “rétta” fyrirtækið hefur ekki verið að bjóða uppá úralausn hingað til. Mögulega hef ég bara óvart haft rétt fyrir mér í fordómum mínum. Aðeins framtíðin mun segja til um það. En staðfesta mín fær að öllum líkindum alvöru prófraun á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þar sem sögurnar segja að Google

Continue Reading

Pixel 6 loks formlega kynntur.

Þeir eru ófáir dálksentimetrarnir af lekum varðandi nýjustu síma Google, en í dag fengu þeir formlega kynningu frá fyrirtækinu, þetta var þessi upplýsingaauglýsing sem við höfum fengið að kynnast á covid tímum, streymt á YouTube rás Google. Það var svosem ekki mikið sem við ekki vissum, en við bíðum enn eftir formlegum dómum tæknisíða í bandaríkjunum. Mjög margir símar komnir í hendur á blaðamönnum en þeir hafa ekki fengið að fjalla almennilega um tækin, annað en að segja frá helstu

Continue Reading

Pixel “lekarnir” halda áfram að lenda.

Okkar allra besti Evan Blass hefur verið mjög öflugur undanfarnar vikur við að komast yfir Pixel upplýsingar og deilt þeim með okkur, í þessum síðasta hefur hann komist yfir risavaxna rendera, myndir af hlustrunum og lifestyle markaðsefni. Nú er svo komið að hann á sennilega bara eftir að komast yfir upptökurnar sem sýndar verða þann 19. okt, en eins og með aðra viðburði á covid tímum þá á ég von á infomercial viðburði, þar sem flestar kynningar hafa verið teknar

Continue Reading

Android 12 komið í loftið, en samt ekki.

Google hefur gefið út Android 12 AOSP en ekkert OTA eins og vanalega. Þetta er óvanalegt. En nú geta allir þróunaraðilar leikið sér með loka útgáfu, rétt áður en almenningur fær að njóta lokaútáfu Android 12, þangað til þarf ég að beita allri þeirri þolinmæði sem ég hef yfir að ráða við að bíða eftir uppfærslu úr Android 12 beta 5, sem ég rokka á Pixel 5 símanum mínum. Þetta verða erfiðir dagar fyrir Elmar. Follow @elmarinn

Continue Reading

Verðin að leka út?

VIð vitum það að verðlagning farsíma er eitt af því allra síðasta sem fær formlega afgreiðslu af hálfu framleiðanda áður en þeir verða kynntir. En núna virðast einhverjar upplýsingar um verðlagningu Pixel 6 og Pixel 6 pro að leka út, amk í Evrópu. Minni síminn kemur líklega til með að kosta um €649.- á meðan pro útgáfan €899.- Séu þessu verð rétt, sem best er að taka með miklum fyrirvara, þá er nýji Pixel 6 aðeins €20.- dýrari en hinn

Continue Reading

Mögulega infomercial 5. okt.

Það er svosem ekkert leyndarmál að Google er að fara kynna nýjar vörur núna í haust. Nú eru miklar væntingar gerðar til Pixel 6 sem er á leiðinni, og Google hefur enn haldið áfram með þá stefnu að þegar eitthvað byrjar að leka. Þá kynna þau aðeins af tækinu fyrir almenningi, rétt nóg til að halda fólki forvitnu. Nú kynnir fyrirtækið oft aðrar vörur á þessum Made By Google eventum sínum, en núna birtst greinarstúfur á CNET sem virðist benda

Continue Reading

Site Footer

Sliding Sidebar