Pixel 6 loks formlega kynntur.

Þeir eru ófáir dálksentimetrarnir af lekum varðandi nýjustu síma Google, en í dag fengu þeir formlega kynningu frá fyrirtækinu, þetta var þessi upplýsingaauglýsing sem við höfum fengið að kynnast á covid tímum, streymt á YouTube rás Google.

Það var svosem ekki mikið sem við ekki vissum, en við bíðum enn eftir formlegum dómum tæknisíða í bandaríkjunum. Mjög margir símar komnir í hendur á blaðamönnum en þeir hafa ekki fengið að fjalla almennilega um tækin, annað en að segja frá helstu eiginleikum, hvernir þeir eru viðkomu og fleira í þeim dúr.

Þetta er næsti nýji síminn minn, það er nokkuð ljóst. Og það sem stuðaði mig upphaflega frekar mikið við þetta tæki er farið að heilla mig, mér finnst útlit símans vera einstakt og venjast vel. Það sem var fráhrindandi var myndavéla “skyggnið” en er í mínum huga eitthvað sem lætur tækið standa út, pun intended, og gefur honum þetta einstaka útlit. Litir eru af hinu góða í mínum huga og hef ég ákveðið að taka Pixel 6 pro í Sorta Sunny litnum, sem er glaðlegur og hress.

Google kynnti aðeins þessa tvo síma í dag, Pixel 6 og Pixcel 6 pro, í þeim eru kubbasett sem Google hóf að þróa um það leiti sem Google kaupir farsímaframleiðslu HTC, og er þessi sími sennilega fyrsti alveg hannaði sími frá grunni af því teymi. Tensor kallast þetta kubbasett og reiknast í afli sambærilegt við QualComm 888, eða Samsung Exynos 2100. Þetta eru ss. ekki örgjörvar í afli á við A15 bionic eða hvað Apple kallar nýjustu kynslóð sinna mobile örgjörva, en feykinóg engu að síður. Þessi innahúss kubbasett gera Google kleyft að styðja lengur við tækið og hefur skuldbundið sig til að gefa símanum 4 stýrikerfis uppfærslur og eitt ár í viðbót af öryggisuppfærslum.

Google telur sig vera með bestu farsímamyndavél í heiminum í dag, og það verður áhugavert að sjá hvað uppfærsla á nemum og linsum í bland við frábært algrím fyrirtæksins gefur okkur færi á. En veiki punktur Pixel línunnar hingað til hefur verið video upptaka. Sem Google telur sig hafa lagað í eitt skipti fyrir öll með Pixel 6. En 50Mpixel megin linsa, pöruð með 12Mpixel ofur gleiðlinsu og á Pixel 6 pro bætist við 4x aðdráttarlinsa. Þetta allt gerir það að verkum að af þeim farsímaframleiðendum sem leggja mikla áherslu á gæðamyndavélar er það Apple eitt situr enn með 12Mpixel megin linsu á sínum myndavélum. Enn frábærar linsur, en í heimi reikni ljósmyndunar, þá eru meiri upplýsingar alltf betri en minni.

Á Pixel 6 pro er aftur komin gleiðlinsa í sjálfumyndavélina sem er gleðileg viðbót.

Þegar við beinum sjónum að framhlið símans, þá blasir við að skjárinn er ekki sá sami á báðum tækjnum, svona fyrir utan stærðina. Báðir símarnir vissulega með OLED panela. En á Pixel 6 er 90Hz 6,4 tommu flatur skjár, með 1080 puntka upplausn og ofurlítið breiðari ramma utan um. Á Pixel 6 pro er 6,7 tommu 120 LTPO skjár, sem getur farið frá því að vera 10Hz uppí 120Hz, allt eftir því hvað verið er að gera í símanum. HDR stuðningur er orðinn sjálfeginn, en glerið er Gorilla Glass Victus, sem er eitthvað alveg ógeðslega hart og gott.

Ofan á þessu keyrir síðan nýjasta útgáfa Android, Android 12. Sem gerði Pixel 5 símann minn nánast að nýju tæki. En verður mjög áhugavert að sjá hvað gerist á þessum síma. Ekki að Pixel 5 sé orðinn eitthvað sluggish eða leiðinlegur, en allt frá fyrsta degi hefur það hversu lítill hann er farið í taugarnar á mér. Allt annað við Pixel 5 alveg frábært í mínum huga.

Ég mun efalaust setja fleiri hugleiðingar þegar ég fæ tækið mitt í hendurnar, hvenær svo sem það verður. Skjótum á Nóv/Des

(Visited 49 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar