Tæknin maður!

Smá Android Chrome “leikur” fyrir alla sem nenna og hafa áhuga á. Leyfðu mér að kynna Floom, jebb Floom.

Floom er eins og ég sagði, Chrome tilraun, aðeins í boði á Android.

  • Leyfir okkur að horfa í gegnum jörðina með því að opna sýndargöng yfir á hina hliðina á jörðinni. Beint úr vafranum á símanum þínum.
  • Tólið nýtir sér AR getu símans þíns ásamt Google Maps til að birta þessa töfra.
  • er í boði á öllum nýjustu Android útgáfum, svo á meðan þú ert að keyra nýjustu útgáfu Chrome á Android símanum þínum þá er þetta í boði. Þarft ekki að sækja nokkurn hlut vegna þessa.

Þú þarft aðeins að opna Floom vefsíðuna og beina myndavél símans þíns að gólfinu.

Aðein að staðsetja þessa ormholu einhversstaðar á gólfið þitt og sjá!

Þetta er magnað, hér sjáum við dásamlegt svæði á Madagaskar. Það þarf aðeins að hreyfa símann aðeins og skoða sig um, með smá fikti þá dettur maður t.d. í Atlantshafið 😀

Þegar við höfum “grafið” okkur holu getum við hreyft okkur um og skoðað í kringum okkur frá hvaða sjónarhorni sem hægt er að hugsa sér. Það er raunverulega eitthvað að sjá.

📌 Floom er aðeins í boði á Android. Ef við viljum upplifa eitthvað svipað í tölvu – eða jafnvel á iOS tæki, er hægt að skoða vefsíðu sem heitir Antipodes Map. Sú síða býður ekki sömu ofurraunhæfu AR-áhrifin, en það gerir okkur kleift að leita að ákveðnum stöðum og opna síðan gagnvirkt kort af því sem er undir þeim hinum megin á jörðinni.

Njótum þess að kanna. Magnaðar nýjar leiðir til að sjá heiminn okkar…

Tæknin maður.

(Visited 27 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar