Pixel “lekarnir” halda áfram að lenda.

Okkar allra besti Evan Blass hefur verið mjög öflugur undanfarnar vikur við að komast yfir Pixel upplýsingar og deilt þeim með okkur, í þessum síðasta hefur hann komist yfir risavaxna rendera, myndir af hlustrunum og lifestyle markaðsefni. Nú er svo komið að hann á sennilega bara eftir að komast yfir upptökurnar sem sýndar verða þann 19. okt, en eins og með aðra viðburði á covid tímum þá á ég von á infomercial viðburði, þar sem flestar kynningar hafa verið teknar upp með nokkrum fyrirvara. Þessir viðburðir gefa færi á mun meiri hraða en viðburðir sem eru “lifandi” en þeir verða líka of sterílir fyrir minn smekk. Ég hef persónulega mikið meira gaman af viðburðum þar sem einhver getur misst míkrafón, mismælt sig aðeins eða eitthvað slíkt. Fullkomnir viðburðir eru of fullkomnir.

(Visited 36 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar