Pixel úr og Jólakveðjur

Eins og alþjóð veit, þá er ég ekki á snjallúravagninum. Hef sennilega oftar en talið verður kallað þau lausn í leit að vandamáli. Mögulega snýst þessi andúð mín um að “rétta” fyrirtækið hefur ekki verið að bjóða uppá úralausn hingað til. Mögulega hef ég bara óvart haft rétt fyrir mér í fordómum mínum. Aðeins framtíðin mun segja til um það.

En staðfesta mín fær að öllum líkindum alvöru prófraun á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þar sem sögurnar segja að Google muni senda frá sér Pixel úr, alvöru Pixel úr.

Það verður að segjast eins og er, að WearOS markaðurinn hefur verið ansi fátæklegur hingað til. Eða amk frá því að Motorola sendi frá sér Moto360. Síðan þá hafa fyrst og fremst verið nokkur úr frá Fossil og síðan Skagen sem hafa haldið þessu platformi uppi. Nýlega varð breyting þar á. En 27. Ágúst síðastliðinn sendir Samsung frá sér Galaxy Gear s4, keyrandi Wear OS3. Því úri var tekið opnum örmum og seldist í bílförmum. Svo mikil varð salan að hún breytti snjallúra leiknum, mögulega varanlega. Ætla ekki að ganga svo langt að segja að frumkvæðið hafi verið tekið frá Apple þarna, en amk gerði það að verkum að Apple er ekki eini þátttakandinn þarna.

Snjallúr eftir stýrikerfi, afhendingar.

Eins og grafið að ofan sýnir, þá virðist Samsung hafa náð verulega góðri fótfestu á þessum markaði, með eigið úr, WearOS3 stýrkilerfi og eigin 5nm Exynos örgjörva.

Og þá að megin tilefni þessarar færslu. Google mun að öllum líkindum gefa okkur kost á að kaupa Pixel úr á fyrsta ársfjórðungi ársins 2022. Úrið hefur fengið umfjöllun af og til á undanförnum árum, en það var um mitt ár þegar fyrstu rederarnir birtust og fyrir minn smekk, ef þetta úr nær umþað bil að líkjast þessum renderum, þá er um að ræða sennilega fallegasta snjallúr á markaðnum. Ef virkni þess verður eitthvað í líkindum við upplifun af því að nota Gear s4 með nýjasta Samsung S símanum erum við að tala um… Lausn í leit að vandamáli. En ég ætla samt að kaupa eitt úr rétt til að staðfesta eigin fordóma eða gera sæmilegann hræsnara úr mér.

Mjög fallegt ss. Þetta eru að sögn myndir úr markaðsefni Google fyrir þetta úr. En eftir að Google hitti í mark með Pixel 6 línuna í ár, er ekki annað að sjá en að búnaðardeildin sé kominn á frábærann stað í hönnun og framkvæmd. Nú þarf Google bara að sækja sér markaðhlutdeild.

Þetta úr mun keyra nýjasta Wear OS3, með sérhönnuðum Google Assistant og sennilega á 5nm Googlebættum Exynos örgjörva.

Að lokum, þá langar mig að þakka fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða, kærar jólakveðjur til allra lesenda þessa litla vefrits.

(Visited 143 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar