Nokkrir dagar á iPhone

Það vita það allir sem þekkja mig að ég á ekki iPhone, ég hef aldrei átt slíkt og hef ekki hug á að eiga slíkt tæki.

Hinsvegar gerðist það núna nýlega að mér var afhent slíkt tæki, iPhone 14, nýjasti base iPhoneinn sem ég hef fengið að leika mér að í nokkra daga. Ég vil byrja á að þakka Macland fyrir lánið. En það er best að setja nokkrar hugleiðingar um þetta tæki niður svona áður en ég verð látinn skila tækinu.

Svona fyrir það fyrsta, þá kom síminn í fallegum nettum kassa, aðgengilegur að opna og öllu haganlega fyrirkomið, ekkert sem kemur á óvart hér, en þetta á reyndar við um alla framleiðendur í dag.

Ég get ekki sagt að mér finnist tækið ljótt, en það er óspennandi og myndavélalinsurnar eru skelfilega stórar, svo stórar að það er rannsóknarnefni hvernig Apple kemst upp með svona hönnun. Stýrikerfið er aðgengilegt, það var auðvelt að setja upp Apple ID til að skrá mig inn og setja upp greiðslugátt. Ég kaus að færa mitt megin SIMkort í þennan síma og byrja með hreint tæki og finna bara þau öpp sem ég nota dagsdaglega og setja upp í gegnum AppStore, allt þetta gekk vel og var sársaukalaust. Chrome sem er minn vafri er í reynd á iOS aðeins skin yfir Safari, en Safari í mobile er ekki frábær vafri. Virkar svosem en ekkert mikið meira en það. Mail er vondur e-mail client. Gmail á iOS er frábært.

Twitter, Pocketcasts, YouTube Music, YouTube, Netflix allt þetta og meira til fann ég án vandræða og virka fyrir mestan part eins og á því stýrikerfi sem ég nota frá degi til dags.

Áður en ég setti meira upp en aðganginn minn ákvað ég að leita í AppStore eftir “movie streaming service” til að sjá hvaða niðurstaða kæmi, átti von á að þar kæmi annaðhvort Netflix eða Disney+ svona af því að Apple á ekki að vita neitt um mig, eða amk lítið, og þessi tvo eru stærstu Streymisveitur í myndefni. Niðurstaðan varð vonbrigði, AppStore ákvað að mæla með AppleTV+. Netflix var 4. niðurstaða og Disney+ í 5. sæti. Þetta er undarleg niðurstaða.

Tækið er bærilegt í notkun, stærðin ekki mér að skapi og geasture stýring eitthvað sem ég þurfti að venjast. Ekki betri eða verri, bara öðruvísi. Svona fyrir utan að mér finnst mjög undarlegt að bakka til baka á vefsíðu vinstramegin á skjánum. En það er meira mitt vöðvaminni en eitthvða annað. Skjárinn er það eina sem beinlínis truflar mig, en 60Hz skjár eftir að hafa notast við 90 ög 120Hz skjái í 2 ár fer illa í augun á mér.

Þetta hefur verið skemmtileg tilraun, en það er nákvæmlega ekki neitt í þessu umhverfi sem kallar til mín, öppin sem ég nota ekki betri eða verri, stýrikerfið ekki betra eða verra, svona fyrir utan að iOS 16 er frekar böggað stýrikerfi. En ég er fullviss um að það verður lagað fyrr en seinna.

Til samanburðar hef ég verið að leika mér með Pixel 6a, sem í bandaríkjunum kostar $450.- meðan þessi iPhone 14 kostar þar $800. Þá er ekkert í þessum dýrari síma sem ég myndi segja að væri mikið betra en þessi tiltölulega ódýri Pixel sími. Það er tam mikið frekar réttlætanlegt í mínum huga að ódýri síminn sé með 60Hz skjá, en algerlega óásættanlegt í síma sem kostar $800.- í mínum huga.

All in all, skemmtileg tilraun, ég er ekki að færa mig yfir á iOS í neinni bráð. Verð áfram resident Android gaurinn í Tæknivarpinu, það er nokkuð klárt.

p.s. Apple lyklaborðið er skelfilegt, sér í lagi á íslensku. Ekki skil ég hvernig fólk getur vanist að nota þessa hörmung. Þetta er ekki fólki bjóðandi. Laga þetta ekki seinna en strax.

(Visited 50 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar