Google kynnir nýjar græjur fyrr en vanalega.

Hefðbundið hefur græjukynning Google átt sér stað í október, þá hefur nýjasta útgáfa Android þegar rúllað út á Pixel síma og aðra sem fljótir eru að uppfæra. En hefðbundið hefur Pixel sími hvers árs verið fyrsta tækið sem selt er með nýjustu útgáfu Android, núna er eitthvað annað á seyði. Google kynnir viðburð þann 13. ágúst næstkomandi þar sem líklega verða kynntir 3 nýjir símar, nýtt Pixelúr, nýtt Chromecast með Google TV og mögulega nýjir Pixel buds og Nest audio hátalarar. Svona til að stiklað sé á stóru.

Þetta er amk spennandi og ég hlakka mikið til að sjá hvað er í boði, það er komið að uppfærslu á headfónum hjá mér og mögulega eitthvað meira smálegt. Pixel 8 pro síminn minn hefur verið mér góður, en það er að koma tími á nýtt tæki finnst mér.

 

(Visited 9 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar