6. Október. Merkjum dagatölin okkar

Næst verst geymda leyndarmál í snjallsímaheiminum verður opinberað þann 6. október næst komandi. Ásamt verst geymda leyndarmálinu.

Hér er að sjálfsögðu verið að tala um Pixel 7 og 7pro, ásamt úrinu, Pixel Watch. Þetta er allt að fá formlega opinberun þó að við vitum nánast allt um þessi tæki.

Símarnir fá nýjan örgjörva, Tensor G2, sem er nokkuð fyrirsjáanlegt, G fyrir Gen, en Google tekst engu að síður að koma stóru G fyrir í branding svona til að halda G-inu sínu á lofti. Myndavélasetup verður óbreytt á milli Pixel 6 og 7, en við sjáum Google halda áfram að tjúna algóryþma sína til að gefa okkur frábærar myndir. Það sést best á Pixel 6a, sem er að notast við 5 ára gamla nema en tekur frábærar myndir engu að síður, hve mikið er hægt að kreista úr þessum nemum.

Ég hlakka mikið til að sjá þetta margumrædda úr, þó ég sé alveg búinn að búa mig undir það að verða fyrir vonbrigðum. Síminn er nokkið gefin stærð og Google heldur áfram með að senda amk einn skemmtilegann lit með hvítum og svörtum.

Það hefur hinsvegar farið minna fyrir öðrum lekum, en það má samt alveg búast við allskonar, sennilegast kemur nýr streymisstautur. Nú á lægra verði en Chromecast with Google TV. Mögulega nýjir heima routerar, það er alveg kominn tími á uppfræslu þar. Eins finnst mér alveg kominn tími á að kynna nýjan hátalara til leiks. Núverandi Nest Audio er farinn verða nokkuð aldraður. Það er alveg kominn tími á að uppfæra gamla Google Home Max hátalarann minn.

(Visited 33 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar