Ég var mikill aðdáandi Kjarnans á sínum tíma þegar hann hóf göngu sína, fannst þessi e-magazine pæling verulega áhugaverð, síðan þróaðist hann yfir í að vera hefðbundin vefútgáfa sem ég styrkti um mánaðarlega upphæð, eitthvað smáræði sem mig munaði ekki um en eitthvað táknrænt sem gaf vonandi tóninn fyrir þann áhuga sem ég hef haft á að fá fréttir og upplýsingar frá breiðari grunni en bara einum. (ég reyndar les helst ekki Morgunblaðið eða mbl.is en það er önnur saga). …
Category: Daglegt
Virkilega misgáfulegt raus.
Það þarf ekki að koma neinum á óvart að nýji Pixel síminn er sá besti frá upphafi, hann er ekki bara frábær, hann er líka fallegur, með stórkostlegann skjá og best in class myndavél. Þetta eru ekki fréttir, það væru fréttir ef nýji símnn er lakari en gamli síminn á einhvern hátt. Frábært tæki, sem ég reikna með að reyna betur og skrifa meira um bráðlega. En í millitíðinni má alveg mæla með þessu tæki fyrir fólk að kaupa. Það …
Google kynnir nýjan síma og ég sit uppi með gamlan síma með “dated” hönnun. (já ég er svona hégómagjarn). Ég get glatt alla lesendur vefritins að ég er svo sannarlega búinn að forpanta minn Pixel 8 pro, og fæ með honum dásamlega fallegt Pixel úr í kaupbæti. Þá innan nokkurra daga verð ég farinn að rokka fallegann síma með fallegu úri, úri sem hefur þann ótvíræða kost að líta út eins og úr og vera hringlaga. Það er fallegt. Síminn …
Þann 3. Apríl 1973 gerðist merkis atburður í sögunni, þann dag var fyrsta farsímasímtalið framkvæmt í höfuðstöðvum Motorola, þessum áfanga getum við öll fagnað. Follow @elmarinn …
Það er vaninn að horfa um farinn veg og líðandi ár rétt fyrir gamlársdag, en ég kýs í þetta sinn að horfa fram á veginn í byrjun nýs árs. En þó með smá af því að horfa til baka. En árið 2022 var um margt gott ár fyrir mig persónulega, það byrjaði eins og hjá svo mörgum í einhverskonar samkomubanni, ég var heimavinnandi í nokkrar vikur í byrjun árs. En svo eins og hjá öllum þá bara hætti þetta og …
Seinnipartinn í mars 2009 skráði ég mig inná Twitter, og í þá daga var Twitter dásmlegur samfélagsmiðill og hægt og rólega þróaðist hann í það að verða minn uppáhaldsstaður á internetinu. Þó voru allskonar hlutir sem hægt og rólega gerðu staðinn verri og verri. En þó sem betur fer var íslenska Twitter mikið til óhreift. Hélt áfram að vera fyndinn og skemmtilegur staður til að vera á í lengri eða skemmri tíma. Með kaupum ákveðins aukýfings á þessum miðli þá …
Nú vita lesendur vel að ég hef verið að notast við láns iPhone í nokkrar vikur, tæki sem ég hef haft mjög gaman af þó það kalli lítið til mín. Til að vera sem sanngjarnastur þá ákvað ég að notast við mitt primary sim kort í þessu tæki á meðan fikti varaði, eina sem ég notaði Pixel 6pro símann minn í á meðan á prófunum stóð var að notast við hann til að nettengja Pixelbókina mína. Mín niðurstaða var að …
Eins og þið vitið öll, þá er ég mjög áhugasamur um Pixel síma Google. Þetta eru einfaldlega þau tæki sem ég dái hvað mest. Núna er staðan sú að ég er haldinn því sem á fagmálinu er kallaður Græjukláði. Þetta er sama vandamál og ég átti við að etja sem barn og var að bíða eftir jólunum og hún Svala Björgvinsdóttir lýsir svo vel í laginu Ég hlakka svo til. þar sem söguhetjan leiðir okkur í gegnum þjáninguna sem felst …
Það vita það allir sem þekkja mig að ég á ekki iPhone, ég hef aldrei átt slíkt og hef ekki hug á að eiga slíkt tæki. Hinsvegar gerðist það núna nýlega að mér var afhent slíkt tæki, iPhone 14, nýjasti base iPhoneinn sem ég hef fengið að leika mér að í nokkra daga. Ég vil byrja á að þakka Macland fyrir lánið. En það er best að setja nokkrar hugleiðingar um þetta tæki niður svona áður en ég verð látinn …
Nýjustu innlegg