Nýjir símar, úr og headfónar

Jújú, að lokinni kynningu, þá kom í ljós að ég var of bjartsýnn. Til að byrja með þá ekkert Google TV Streamer, það er sennilega vegna þess að hann er ekki verðugur tíma á þessum vettvangi, við erum að tala um tæki sem er ekki mikið AI eða slíkt, og í reynd búið að kynna tækið, þetta er svona fréttatilkynningar tæki. Ekkert meira en það. Hitt var að það er ekkert Android 15 kynnt í þetta sinn, en það hlýtur að fara að detta, síðasta public beta er kominn og hægt að leika sér með fyrir áhugasama.

En þá að því sem var kynnt, Gemini fékk mikla ást, mikinn tíma og á núna að verða meira conversational en áður og tekur bara við eldri Google Assistant, persónulega myndi ég hreinlega vilja hafa þetta bara Google Assistant, powered by Gemini, hann verður í boði um allann heim á ensku til að byrja með.

4 Nýjir símar voru kynntir, grunn týpan Pixel 9, tveir Pro símar, eini munurinn á þeim er stærðin og rafhlaðan, í fyrsta sinn fær pro sími að vera bæði stór og “lítill” í sömu stærð og grunn Pixel 9 ef 6,3″ er lítill sími þ.e.a.s. og loks Pixel 9 pro fold. Þetta er verðug uppfærsla frá Pixel Fold, lítur mjög vel út fyrir aðdáendur Samanbrjótanlegra síma.

Það er kynnt nýtt úr í tveimur stærðum, þær tvær kynslóðir sem komu áður voru 41mm, en nú kemur 45mm stærð til viðbótar, sami örgjörvi og í Pixel watch 2, en bjartari skjár og þynnri rammi. Verðug uppfærsla frá Pixel watch 1, en kanski ekki mikilvægt að uppfæra úr Pixel watch 2. Google hefur þá sérstöðu að framleiða og selja kringlótt úr, sem líta út eins og úr en ekki Casio tölvuúr frá 1985.

Pixel buds pro 2 kynnt, betri virk hljóðeinangrun, aðeins lægfærð hönnun og betri rafhlöðu ending, hleðslan á að duga í 8 tíma og síðan rúmlega 30 með vöggunni. Þetta kemur í stað headfóna sem kynntir voru 2022, og þó þeir hafi fengið ást í gegnum hugbúnaðaruppfærslur á undanförnum árum og þau verið relevant í gegnum það. En mjög góð uppfærsla.

Ég hlakka til að fá nýjann síma í hendurnar, reikna með að það verði ca 1. September eða þar um bil, ég vildi verða hugrakkur og kaupa bleikann, en endaði á postulíns hvitum.

(Visited 5 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar