5 ástæður þess að YouTube Premium borgarsig.

Það elska allir YouTube, eða amk flestir. Ekki aðeins er þetta staður til að sækja sér ótrúlegann hafsjó af þekkingu, þarftu að laga uppþvottavélina þína? Það eru allar líkur á að einhver hafi tekið upp myndband og sett á YT sem sýnir allt sem þú þarft að gera, skipta um skjá á símanum þínum? YT er vinur þinn. Leita að einhverskonar bootleg upptöku af uppáhalds hljómsveitinni þinni eða mjögulega mjög obscure viðtali við söngvarann á einhverju trippi? Þetta er allt saman þarna.

Að jafnaði bætast tæplega 400.- klukkutímar af efni inná YT á hverri mínútu, skv obinberum tölum YT. Það þýðir í stuttu máli að þetta er óþrjótandi auðlind af efni, mis gáfulegu og nothæfu, en efni engu að síður. Google hefur líka náð ótrúlegum árangri í að deila tekjum af auglýsingum á YT með þeim sem skapa efnið, og getur skapandi fólk haft mjög góðar tekjur af því að vera bara að búa til efni fyrir YT. á rúmum 19 árum hefur YT vaxið uppí það að vera sennilega stærsta streymiveita í heimi án þess að vera talin með þegar fjallað er um streymiveitur. En fyrsta myndbandið var sett á YT þann 23 Apríl 2005, Me at the zoo.

Þetta var ekki merkilegt, en mjór er mikilsvísir sagði einhversstaðar.

Allt þetta, öll þessi gæði eiga það til að skemmast aðeins vegna magns auglýsinga á YT, það eru allskonar auglýsingar sem hið heilaga algrím hefur ákveðið að eigi að birtas hverjum og einum, og allskonar leiðir eru til, til að losna við þær. En YT er alltaf í aðgerðum til að takmarka virkni þessara leiða. En áhrifaríkasta leiðin til að losna við auglýsingar er einfaldlega að kaupa YT Premium áskrift, þá eru engar auglýsingar aðrar en mögulega þær sem býr efnið til. Þetta er ss. fyrsta ástæða þess að YT Premium áskrift borgarsig.

Með YT premium fylgir T Music premium áskrift, það er tónlistarstreymiveita sem er á pari við hinar í catalog stærð og um leið og ég skil að það er hundleiðinlegt að skipta á milli tónlistarveitna, þá er alveg í lagi að skoða þetta. Spotify kostar $12 á mánuði fyrir einstaklinga en YT premium $11, það er ss. bæði ódýrara og svo miklu meira innifalið. Þetta er magnað.

Ertu að fara flug eða eihvert utan farsímasambands? Ekkert mál, með YT premium er hægt að sækja öll þau myndbönd sem þig langar til eða geymslupláss leyfir til að njóta á meðan þú ert ekki í sambandi við umheimimm.

Multitaska með mynd-í-mynd, YT premium leyfir notandanum að minnka myndina og láta hana fljóta yfir skjáinn á meðan eitthvað hann er að gera eitthvað annað, t.d. að fylla út innkaupalista, svara einverjum á twitter eða bara eitthvað annað. (já ég kalla það enn twitter).

Að lokum þarf að nefna að oft þurfum við ekki endilega að horfa á myndbandið, við viljum bara að hlusta á eitthvað samtal eða umfjöllun um eitthvað efni, þá getum við með YT premium hlustað á hljóðrásina þó að það sé slökkt á skjánum á símanum. Sumt efni er einfaldlega þannig að það þarfnast ekki áhorfs, þetta er samtal fólks um eitthvað ákveðið viðfangsefni eða slíkt. Þetta hentar vel þegar ég er á leiðinni í og úr vinnu í Strætó og ég vil bara eitthvað til að dreifa huganum. Langkeyrslur um landið þar sem ég vil síður eyða rafhlöðu símans í einhver síspilandi video á skjánum. Svona sem dæmi.

Eftir að hafa notast við YT Premium í rúmlega þrjú ár, þá er ekki nokkur leið fyrir að fara til baka í auglýsingaleiðina. Hún er einfaldlega sub par upplifun.

(Visited 10 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar