Google bætir í kirkjugarðinn.

Google hefur tekið ákvörðun um að hætta að framleiða Chromecast dongla, þetta hafa verið í kringum 11 ár sem þessi tæki hafa verið framleidd, allt frá því að vera einfaldir donglar sem taka við video casti frá öðrum tækjum eða jafnvel hljóð donglar til að snjallvæða fermingargæjunar okkar. Síðustu kynslóðirnar hafa síðan verið með smá geymsluplássi til að setja upp streymisöpp of stjórna með fjarstýringu. Alltaf var dongle formið ráðandi. En það er ekki lengur. Google mun selja upp afganginn af því sem hefur verið framleitt, en þetta er sennilega vinsælasta vara Google frá upphafi með rúmlega 120 milljón tæki seld og varð til þess að sjónvarpsframleiðendur á borð við Sony, Philips og fleiri settu Google TV í sjallsjónvörpin sín.

Í staðinn fyrir einfalda dongla mun Google fara að selja tæki meira í ætt við Google TV Set Top Box eða jafnvel Apple TV box. Mun aflmeiri og með meira pláss og vinnsluminni, þessi tæki eru svo augljóslega hönnuð af Google, hönnuð til að vera á heimili, blandast inní bakgrunninn, á heimilinu og vera til staðar þegar á þarf að halda.

(Visited 3 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar