Google kynnir nýjan síma og ég sit uppi með gamlan síma með “dated” hönnun. (já ég er svona hégómagjarn). Ég get glatt alla lesendur vefritins að ég er svo sannarlega búinn að forpanta minn Pixel 8 pro, og fæ með honum dásamlega fallegt Pixel úr í kaupbæti. Þá innan nokkurra daga verð ég farinn að rokka fallegann síma með fallegu úri, úri sem hefur þann ótvíræða kost að líta út eins og úr og vera hringlaga. Það er fallegt. Síminn …
Tag: Android
Það vita það allir sem þekkja mig að ég á ekki iPhone, ég hef aldrei átt slíkt og hef ekki hug á að eiga slíkt tæki. Hinsvegar gerðist það núna nýlega að mér var afhent slíkt tæki, iPhone 14, nýjasti base iPhoneinn sem ég hef fengið að leika mér að í nokkra daga. Ég vil byrja á að þakka Macland fyrir lánið. En það er best að setja nokkrar hugleiðingar um þetta tæki niður svona áður en ég verð látinn …
Eins og áður þá hef ég sjaldnan getað beðið með að uppfæra öpp og önnur kerfi sem ég nota. Oftast er það svo að þegar Beta útgáfur Android byrja að rúlla út þarf ég að berjast við sjálfan mig að uppfæra ekki. Það tekst vanalega þangað til síðasta beta útgáfa viðkomandi Android stýrikerfis kemur út, það er oft ca 2-3 vikum áður en fyllbúin útgáfa birtist. Á þessu varð engin breyting í ár. Eins og oft áður þá gerist eitt …
Smá Android Chrome “leikur” fyrir alla sem nenna og hafa áhuga á. Leyfðu mér að kynna Floom, jebb Floom. Floom er eins og ég sagði, Chrome tilraun, aðeins í boði á Android. Leyfir okkur að horfa í gegnum jörðina með því að opna sýndargöng yfir á hina hliðina á jörðinni. Beint úr vafranum á símanum þínum. Tólið nýtir sér AR getu símans þíns ásamt Google Maps til að birta þessa töfra. er í boði á öllum nýjustu Android útgáfum, svo …
Núna þegar jarðskjálftar ríða yfir Reykjanesskagann þá fáum við íslendinar að kynnast virkni í Android sem kynnt var til leiks á Google I/O árið 2020 og rúllað út síðar það ár í Bandaríkjunum og hefur hægt og rólega verið rúlla út til annarra landa síðan. Allir símar dagsins í dag búa yfir hröðunarskynjara, nema sem nemur minnstu hreyfingar tæksins og hjálpa til við að segja stýrikerfinu hverni síminn snýr, hvort það sé verið að ganga, hjóla etc með símann og …
Þeir eru ófáir dálksentimetrarnir af lekum varðandi nýjustu síma Google, en í dag fengu þeir formlega kynningu frá fyrirtækinu, þetta var þessi upplýsingaauglýsing sem við höfum fengið að kynnast á covid tímum, streymt á YouTube rás Google. Það var svosem ekki mikið sem við ekki vissum, en við bíðum enn eftir formlegum dómum tæknisíða í bandaríkjunum. Mjög margir símar komnir í hendur á blaðamönnum en þeir hafa ekki fengið að fjalla almennilega um tækin, annað en að segja frá helstu …
Já, hann fór í loftið, hann var fyrirsjáanlegur. Leiðinlegur má mas að segja. En fyrir þann markað sem hann er á, 6,34” skjár, rafhlaða fyrir mikið meira en einn dag í hefðbundinni noktun, 3,5mm jack tengi, IP67 vottun sama Snapdragon 765G örgjörva, 6GB vinnsluminni, 128GB geymslupláss og fullt af Google goodness leyni sósu. Þeir skilja sem skilja. Þennan síma má fá á $449 í bandaríkjunum og hann skortir aðeins örfáa hluti sem rúmlega tvöfalt dýrari frændur hans hafa, er það …
Fyrir nokkrum árum eignaðist (nánar tiltekið veturinn 2014/15) ég dásamlegann farsíma, með sandstone bakhlið, og spekkum til að keppa við allt það besta sem var í gangi þá, fyrir utan myndavélina sem var drasl. Þetta var fyrsti One Plus síminn, og hann var seldur undir merkjum #NeverSettle og #FlagshipKiller, alveg á topp 5 yfir bestu og skemmtilegustu tæki sem ég hef átt. Ekki síst fyrir það hvað hann var ódýr á þeim tíma sem ég keypti hann. Ég man að …
Það vita aðeins innvígðir hvað það getur verið spennandi þegar það fer að styttast í nýja útgáfu af Android, amk tilheyri ég þeim hópi sem fer strax að hlakka til nýrrar útgáfu þegar ég hef notað núverandi útgáfu í nokkrar vikur/mánuði. Það er orðin hefð fyrir því að Google setji forútgáfu í loftið í febrúar fyrir alla þróunaraðila til að byrja að læra hvað er nýtt, hvað breytist og hvernig þeir þurfi að aðlaga umhverfi sín að nýrri útgáfu, hvort …
Nýjustu innlegg