Vefritið hefur legið í dvala mestann part ársins 2012, það þýðir ekki að það muni leggja upp laupana, þvert á móti kemur það til með að rísa eins og fuglinn fönix úr öskustónni, hvort það verður á komandi ári er alls óvíst, en engu að síður langar vefritinu að óska vinum ættingjum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, friðar og farsældar á komandi ári. Hér er eldaður Hamborgarhryggur að A-Skaftfellskum sið. Með öllu því sem hin gamla herraþjóð kenndi okkur að …
Category: Í fréttum
hugleiðingar vettvangi og annarsstaðar.
Ég hef svosem áður skrifað það hér að mér finnst Aðventan vera einhver al skemmtilegasti tími ársins, veit ekki hvað það er, en kuldinn, myrkrið, jólaljósin og stemningin er eitthvað sem ég hreinlega elska. Á þessum tíma kem ég mestu í verk fyrir sjálfann mig, ég er duglegastur að hlusta á tónlist sem ég hef ekki heyrt áður. Ég kemst yfir lestur á flestum bókum etc. Nú er það þannig að nýjasti meðlimur tölusafns míns hefur aukið lestur til muna, …
Það er mér umhugsunarefni núna þegar ég í 10da skipti á stuttum tíma lendi í því á gangbrautarljósum yfir Suðurlandsbraut til móts við Suðurlandsbraut 28 að vera með lífið í lúkunum vegna ógætinna bílstjóra. Það ætti að vera alveg ljóst á svona ljósum að þau verða ekki rauð á móti bílaumferð nema vegna þess að einhver kallar eftir grænum kalli. Það er eitt að reyna að smella sér yfir á gatnamótum þegar ljósið er gult, en að vaða yfir á …
Í dag í fyrsta sinn í 7 ár notaðist ég við sköfu þegar ég rakaði mig, það var að vísu ekki tilkomið af góðu, heldur vegna þess að ég gleymdi skeggsnyrtinum mínum heima á Íslandi og vildi einfaldlega ekki vera að kaupa mér skeggsnyrti nr. 10 til að burðast með heim, þannig að í dag kvöldið fyrir afmælið mitt er ég rakaður óldskúl. Steffi er að vísu ekkert allt of ánægð með gang mála, en það verður bara að segjast …
Nýjustu innlegg