Okkar besti maður ákvað að byrja aftur að skrifa, það er gleðiefni. Ég fann það, að eftir að Elon Musk ákvað að kveikja í Twitter með bræðismella tjúningu á algríminu sínu, FB, varð endalaus uppspretta auglýsinga og ég latari með hverju árinu sem líður að eǵ vildi bara henda samhengislausum hugsunum útí loftið, sem mögulega einhver les, en sennilega fáir. Þarf ekki like eða emoji, heldur meira bara að losa mig við einhverja innbyggða tjáningarþörf án þess að búast við …
Category: Í fréttum
hugleiðingar vettvangi og annarsstaðar.
Ég las þessa fyrirsögn og hugsaði með sjálfum mér, “hmms, ekki man ég eftir neinum dóm yfir mér”. Og við lestur fréttarinnar kom það endanlega í ljós, það var ekki verið að fjalla um mig. Vildi bara að það kæmi fram hér til að taka af allann vafa, sér í lagi hjá þeim vinum mínum sem lesa bara fyrirsagnir. Ég er sannarlega ekki andlag þessarar fréttar. Follow @elmarinn …
Sumir myndu mögulega nefna hangikjöt, eða 13 jólasveina, mögulega örfáir myndu nefna skötu. En það er alveg ljóst að Hvítöl er langsamlega besta framlag íslands til jólanna, og það hlýtur að gleðja alla að vita að Hvítölið er komið í verslanir. Follow @elmarinn …
Ég hef ákveðið blæti fyrir litlum fjölmiðlum, ég keypti áskrift að Krónikunni hennar Siggu Daggar og fékk öll 5 eintökin heim til mín, (ég segi 5 af því að ég man ekki hvað þau voru mörg, man bara að þau voru fá), ég var styrktaraðili Kjarnans, keypti áskrift að Stundinni, síðar var ég áskrifandi að Heimildinni líka, ég hef borgað fyrir efni á Mannlíf, þegar þessir miðlar færast síðan eitthvað sem ég hef ekki lengur gaman að, þá bara segi …
Jebb, sekur. Fékk mér nýjasta Pixel símann, þetta er þá Pixel 10 pro XL, enn og aftur held ég mig við þessa línu, frábær tæki með bestu farsímamyndavĺélina á markaðnum. Svona á upplifun að vera, klukkutíma eftir að ég kveikti á nýju tæki var allt komið yfir og ég innskráður í allar þjónustur sem ég nota, utan eina. Hver vill það ekki? Brauðmolakenningin heldur enn, eiginkona mín fékk gamla Pixel 9 pro XL símann minn. Eftir tvær umferðir af stórkostlega …
Ég ólst upp með jólahefðir eins og allir aðrir, mjög hefðbundið landsbyggðar barn, fékk aldrei lykil að útidyrahurðinni af því að það var alltaf opið og fleira í þeim dúr. Ég á það enn til að gleyma að læsa hurðinni heima hjá mér, af því að þetta er svo sterkt í mér. En á jólunum var alltaf möndlugrautur, fyrst var hann sem forréttur, en það uppgötvaðist fljótt að hann er of mettandi til að passa sem forréttur, það voru allir …
Ég á eitt áhugamál, utan þess að eignast farsíma reglulega. En það er Kaffi og neysla á kaffi, eftir því sem meira verður drukkið af kaffi kemst ég alltaf meira og meira á þá skoðun að Bialetti kaffivélarnar eru það sem málið snýst um. Þær skila einfaldlega að jafnaði bestu niðurstöðunum. Kaffið úr þeim er einfaldlega alltaf jafn gott. Follow @elmarinn …
Það elska allir YouTube, eða amk flestir. Ekki aðeins er þetta staður til að sækja sér ótrúlegann hafsjó af þekkingu, þarftu að laga uppþvottavélina þína? Það eru allar líkur á að einhver hafi tekið upp myndband og sett á YT sem sýnir allt sem þú þarft að gera, skipta um skjá á símanum þínum? YT er vinur þinn. Leita að einhverskonar bootleg upptöku af uppáhalds hljómsveitinni þinni eða mjögulega mjög obscure viðtali við söngvarann á einhverju trippi? Þetta er allt …
Besta deildin 2024 er alveg að hefjast, aldrei hefur deildarkeppni í fótbolta hafist jafn snemma á Íslandi. Ekki nóg með það, þá er Vestri, lið með heimavöll á Ísafirði í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni. Fyrir þá sem ekki átta sig á því, þá er enn vetur á Ísafriði 6. Apríl. Þetta er spennandi og skemmtilegt og fyrir mína parta er Besta Deild karla og kvenna frábær afþreying fyrir alla sem hafa gaman af fótbolta, rebrandið er að …
Nýjustu innlegg