Einhverntíman sagði ég frá hinu skiptinu sem mamma reyndi að drepa pabba minn. Það var mögulega ekki jafn dramatískt og það hljómaði í upphafi, og sennilega þetta fyrra skipti ekki heldur. En þeir sem þekkja mig vita að ég elska kaffi, ég drekk mikið af því, en þó ekki nándar nærri jafni mikið og pabbi minn. Það hefur mögulega gerst nokkrum sinnum t.d. að hann hafi vaknað upp um miðja nótt til að fá sér einn bolla af svörtu kaffi, …
Category: Daglegt
Virkilega misgáfulegt raus.
Samkvæmt lekum, sem nóg er af varðandi Pixel 4 btw, þá virðist Google ætla að ferska aðeins uppá Pixel Buds headfónana sem komu frá fyrirtækinu fyrir tveimur árum. Sem eigandi fyrstu kynslóðar þessara heyrnatóla fagna ég þessum fréttum. Enn hefur ekki mikið lekið út varðandi þessi nýju heyrnatól, annað en að þau verða að öllum líkindum kynnt núna 15. október. Verður kapall á milli heyrnatólanna, eins og núverandi módel, kapall sem hefur farið í taugarnar á mörgum þó ég sé …
Það er ekkert leyndarmál að ég keypti mér Google Stadia Founders edition uppá von og óvon að ég geti notað þá þjónustu hérna heima. En í millitíðinni þá ætti ég að geta notað aðra þjónustu sem Google er að setja í loftið, eitthvað sem kallast Google Play Pass, og er áskriftarþjónusta á borð við Apple Arcade, þessi þjónusta kallar að vísu ekki á uppfærslu á stýrikerfi, mögulega vegna þess að Google getur illa bundið þjónustu við nýjustu útgáfu af Android, …
Nú þegar ca tveir mánuðir (einn og hálfur til tveir og hálfur, eru í að Google Stadia verði hleypt af stokkunu er spenningur farinn að gera vart við sig. Google stríðir okkur með fréttum af því að Stadia Founders edition pakkarnir séu uppseldir í flestum löndum Evrópu (sem fá þjónustuna). Fyrir þá sem ekki vita, inniheldur Founders Edition: Sérstakann controller, í miðnætur bláum lit, Chromecast Ultra, 3. mánaða áskrift að Stadia Pro, Destiny 2 í heild sinni. Að auki inniheldur …
Nú er það staðfest að næsti viðburður Google fyrir kynningar á nýjum tækjum verður það 15 okt, 2019. Síminn sjálfur er sennilega verst geymda leyndarmál í heiminum, amk varðandi síma. Við vitum að hann verður með 90Hz skjá, jibbí, við vitum að hann verður með tveimur “bak” myndavelum og ToF nema, við vitum að hann verður með þykku enni til að hýsa fullt rassgat af nemum (ekkert notch, sem er kostur) á borð við andlitsskanna, soli radar og eitthvað fleira, …
Þá getur oft verið erfitt að stoppa þá, Google hefði átt að læra þetta með Pixel 3 í fyrra. En sá sími hafði lekið svo kyrfilega að það var ekkert eftir að segja frá. Ég hef verið með slíkann síma núna í ár, og finnst hann algerlega frábær, fyrir utan hið nánast pervertíska “notch” sem er skelfilegt tískuslys. Slík lausn, á aldrei rétt á sér. Frekar vil ég hafa hátt enni, en notch. En hátt enni er einmitt það sem …
Það eru svosem ekki nýjar fréttir að Google Assistant sé varla að spila sömu íþrótt og Siri, hvað þá í sömu deild, þegar kemur að raddþekkingu og úrvinnslu á fyrirspurnum. S.s. hversu nytsamlegur aðstoðarmaðurinn er, (þetta er alveg óháð því hversu kjánalegur mér finnst ég vera þegar ég gelti skipanir á ensku til Google Assistant, því það hefur lítið breyst). En kjaftasögurnar á götunni núna segja nýjustu viðbót Google Assistant vera eitthvað sem allir notendur tækninnar ættu að taka fagnandi. …
Það vita það allir sem vilja vita, að besta general purpose farsímamyndavélin á markaðnum er enn þann dag í dag á Google Pixel 3, það fer að breytast fljótlega, ef ekki núna 10 sept, þá í byrjun okt í seinasta lagi. Það ber að geta þess, að jafnvel þó að ég standi enn og aftur við fullyrðinguna, besta myndavélin er sú sem þú ert með. Þá er erfitt að horfa framhjá þeirri staðreynd að þratt fyrir ótrúlega framþróun farsímamyndavéla, þá …
Svo, núna eftir 10 ár af áhugverðum eftirréttum kom að því að Google hætti að nefna hverja útgáfu eftir eftirréttum, ég man svo vel eftir því þegar Eclair kom út.. Gingerbread var líka skemmtileg…. Stærsta einstaka breytingin sem ég man eftir var IceCream Sandwitch…. þ.e.a.s. alveg þangað til Oreo kom út, núna erum við á útgáfu númer 9 sem hefur hið dásamlega ófrumlega nafn, Pie. En eftir það verður notast við tölur, og sú útgáfa sem ég er núna að …
Nýjustu innlegg