Nú þegar ég hef verið að leika mér með Stadia í 10 daga, get ég veitt smá innsýn í þessa þjónustu og hvort hún sé þess virði að eltast við hana. En fyrst þarf kanski aðeins að rifja upp um hvað málið snýst, það er að segja streymisleikja þjónustu Google að nafni Stadia. Til að byrja með er um að ræða áskriftarleið, fyrir $10 á mánuði þar sem áksrifendur fá aðgang að nokkrum leikjum á mánuði án endurgjalds, í dag …
Category: Pabbi
Það sem gerist hjá mér í föðurhlutverkinu.
Hér fyrir nokkrum vikum skrifaði ég mikið um Google Stadia, leikjastreymi þjónustu Google, núna er þjónustan að skella á. Á morgun verður þjónustan “live” og ég fæ í pósti kóða til að virkja þjónustuna, aðeins það vandamál að ég get ekki byrjað að spila með controllerunum sem ég pantaði, vegna þess að hann er ekki enn kominn til landsins, það er smá smuga að ég fái þá í hendurnar þann 28. Nóvember, en þá kemur gott fólk frá Þýskalandi og …
Þá ætla ég að gefa henni, eða kanski meira okkur, svona. Allavega eitthvað í þessum dúr. Það er bara svo lengi sem maður getur kveikt á ljósaperu með sítrónu og látið barnið úa og aa. Follow @elmarinn …
Vefritið hefur legið í dvala mestann part ársins 2012, það þýðir ekki að það muni leggja upp laupana, þvert á móti kemur það til með að rísa eins og fuglinn fönix úr öskustónni, hvort það verður á komandi ári er alls óvíst, en engu að síður langar vefritinu að óska vinum ættingjum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, friðar og farsældar á komandi ári. Hér er eldaður Hamborgarhryggur að A-Skaftfellskum sið. Með öllu því sem hin gamla herraþjóð kenndi okkur að …
Fyrir akkúrat 5 árum fæddist stóra stelpan mín, stelpan sem hefur gert líf okkar ríkara en okkur hefði órað fyrir. Hún kom okkur á óvart þessi elska, eins og svo oft síðan, tveim vikum fyrir tímann. Ég man að ég var á leiðinni á Eldsmiðjuna að sækja Pizzu þegar Steffi hringdi í mig og tilkynnti mér að ég þyrfti að vera fljótur það væri nefnilega kominn pollur á gólfið okkar. Til hamingju með daginn þinn engillinn minn. Follow @elmarinn …
Nýjustu innlegg