byrjar vel…. eða endaði vel.

Allt eftir því hvernig horft er á það, þá annað hvort endaði 2014 á einhverju skemmtilegu, eða að 2015 hafi byrjað vel. Ég s.s. fékk loksins invite til að kaupa oneplusone síma frá oneplus …. þetta getur náttúrlega ekki verið annað en skemmtilegt, hræ ódýrt, en samt með mjög svo áhugaverða spekka. Enda kallaður “flagship killer” af mjög svo hógværum framleiðandanum. Hvernig getur þetta klikkað? Ég bara get ekki séð það. Follow @elmarinn

Continue Reading

Gleðilegt ár.

Vefritið vill óska lesendum og velunnurum nær og fjær gleðilegs árs. Á áramótum er til siðs að líta um farinn veg og minnast þess góða, skemmtilega sorglega og slæma og allt þar á milli, þetta ár var verulega gott fyrir mig persónulega þó að ég hafi eins og svo mörg önnur ár ekki sinnt vinum nægjanlega vel, það er komið á bökket listann minn að kalla til hlutaðeigandi reglulega til að eiga með þeim kvöldstund. Þið vitið hverjir þið eruð….

Continue Reading

Monuments to an Elegy

Einusinni var ég mikill Smashing Pumpkins aðdáandi, og plöturnar Siamese Dreams,Mellon Collie and the Infinite sadness, ásamt Adore sem misskildu meistaraverki komast ofarlega á alla lista hjá mér. Undanfarin ár hefur fjarað verulega undan Billy Corgan og það er erfitt fyrir mig að staðsetja það sem gerðist, kanski var það bara dauði shoegazing tískunnar, eða að hann óx uppúr því að vera reiður ungur maður í að vera bitur gamall kall með milli lendingu í einhversskonar sátt. Ég barasta veit

Continue Reading

35 ára afmæli

Eftir 6 daga, þ.e.a.s þann 14 Des verður uppáhalds platan mín 35 ára, ef það þarf virkilega afsökun til að hlusta hana, þá er þetta alvöru tilefni, hún hefur elst vel að mínu mati og má segja að aðeins sé eitt subpar lag á henni. Þessi plata inniheldur allt, Rokk, pönk, reggí, pólítík í textagerð og hvaðeina, meistarastykki. Hvernig er annað hægt að syngja með? súper stöff takk fyrir. Follow @elmarinn

Continue Reading

féll á fyrstu hindrun

30 Daga áskorunin reyndis eins dags áskorun, jæja…. Mig langar að deila með ykkur 3 fjölmiðlum/vefritum sem ég hef verið að lesa undanfarið. Nú er ég handviss um að ég er ekki að færa einum né neinum nein ný sannindi. En fyrir utan RÚV, eru þetta miðlar sem mér finnast bæði fróðlegir og skemmtilegir aflestrar. Þeir eru gott dæmi um long form web sem hefur átt undir högg að sækja í twitter/facebook hraðsuðunni. Fyrstan ber að nefna kjarnann, þarna fara

Continue Reading

30 daga áskorun…

Já nei, ég veit að ég mun ekki standast þessa áskorun. En það er samt alltaf gaman að reyna, áskorunin felst semsagt í því að reyna eftir fremsta megni að skrifa daglega hugleiðingu hér inn. Ég á mér mitt “heróín” sem er podcast hlustun, lengi vel var lítið um gott stöff á íslensku þó að alvarpið hafi verið að sinna þessu nokkuð vel og þar inni er besta podcast sem flutt er á íslensku, hefnendurnir. Ég gerðist áskrifandi á alvarpinu til

Continue Reading

Medley

Er þetta besta Medley allra tíma? Ég veit það ekki en það kemst allavega mjög hátt á listann, versta er að síðan ég rakst á þessa klippu sem er úr Ziggi Stardust: the movie á Gizmodo er ég búinn að rúlla henni í gegn nokkrum sinnum og kominn með tónleikana í playlista. Óumdeilanlega mælikvarði á því hve flott þetta er: Follow @elmarinn

Continue Reading

Góðar fréttir.

Eitt af betri vikublöðum (um það bil) samtímans, er að mínu mati The New Yorker, blaðið hefur líka verið með mikla net nánd síðan 2001, en lengi hefur besta efnið verið lokað á bakvið áskrift, en það hefur bú breyst í bili amk. Vegna verulegrar endurhönnunar á viðmótum blaðsins, hvort sem er í browser, tablet eða síma. Lesið og njótið. Follow @elmarinn

Continue Reading

Af algengum misskilningi.

Ekki að ég taki það neitt sérstaklega til mín þegar talað er af háði um “latté lepjandi” hina og þessa, en vanalega er 101 pakk þarna einhversstaðar líka. Ég bý ekki lengur í 101 og ég hef aldrei drukkið latté. En það er samt ágætt að benda á það þegar svona háð er byggt á leiðinda misskilningi, þá bið ég hlutaðeigandi vinsamlegast um að lesa þessa grein hér. Þið sem viðhafið téð orðbragð þurfið s.s. ekki að hafa neina minnimáttarkennd lengur

Continue Reading

Site Footer

Sliding Sidebar