Að leggja saman

Það vita það svosem allir sem þekkja mig að ég hef sérstaklega gaman af nýjum tækjum… sérstaklega tækjum sem má nettengja á einhvern hátt, ég hef skrifað um það nokkrum sinnum, ég hef t.d. skrifað tvisvar eða þrisvar um símana sem ég hef átt í gegnum tíðina.. Hér og hér amk, ásamt nokkrum færslum um tækin sem ég er að leika mér að í það og það skiptið. Það voru nokkrar ástarjátningarnar til Pixelbókarinnar minnar og eitt og annað fleira

Continue Reading

Hugleiðingar um Pixel 3 XL, fyrstu kynni.

Núna er ég kominn með rúmlega mánaðar reynslu af nýjasta flaggskipti Google, Pixel 3 XL. Og það er eins og alltaf hingað til, þá erum við að tala um besta síma sem ég hef nokkurntíman átt, það er komin nokkur reynsla eins og ég hef áður skrifað um, en það ætti samt ekki að koma á óvart að nýjasta tækið sé jafnframt besta tækið. Þetta er nokkurnvegin svona: Kubbasett, Qualcomm Snapdragon 845 (10nm) CPU: Octa-core (4×2.8 GHz Kryo 385 Gold

Continue Reading

Á nýju ári.

Stjórn vefritsins hefur áður gefið þetta loforð, en í þetta sinn mun það halda… mögulega, en stjórnin lofar að árið 2019 mun hún verða mun duglegri en fyrri ár að setja inn færslur og hugleiðingar. Með þessum háleitu markmiðum fylgja hugheilar nýárskveðjur til allra vina og vandamanna nær og fjær. Follow @elmarinn

Continue Reading

Ég hafði áhrif, örsaga af þeim.

Á undanförnum vikum hafa tvö ofurlítil atriði komist til afgreiðslu þar sem ég hafði á minn hátt ofurlítil áhrif, fyrra atriðið var athugasemd við frumvarp til laga um fjarskipti sem óskað var eftir, athugasemdina átti ég þátt í að semja og varðaði vissulega mjög afmarkað atriði en verður til bóta að mínu áliti og rann að lokum inní frumvarpið og er núna orðið að lögum frá Alþingi. Hitt atriðið átti sér skemmri en samt lengri aðdraganda, en á hverju ári

Continue Reading

Internet Hlutanna

Eins og allir góðir menn vita, þá eru fjarskipti ein af undirstöðum nútíma samfélags. Ristjórn vefritsins hefur undanfarin ár verið áhugasöm um allskyns fjarskipti, þráðbundin og þráðlaus, ásamt því að starfa innan þess geira á íslandi. En hluti ritstjórnar er líka í stjórn fjarskiptahóps Ský og þar kemur saman annað áhugafólk um fjarskipti til að ræða sín á milli og skipuleggja áhugaverða viðburði um fjarskipti, og fjarskiptatengd málefni. Hér er t.d. einn áhugaverður viðburður, ritstjórn hvetur alla sem áhuga hafa

Continue Reading

Að rembast við að vera spámaður..

Nýlega skrifaði ég stutta færslu um það sem mér fannst líklegt að Google myndi kynna í dag. En miðað við hversu hressilega þetta lak allt saman getur maður aðeins vonast til þess að þessar græjur séu vatnsheldar. En margt var kynnt, sumt ekki, annað nefndi ég ekki. Google Pixel Slate er sennilega það pródúkt sem ég er spenntastur fyrir. En um leið er Pixel 3 sími sem er mjög áhugaverður, ég hef átt XL útgáfurnar af hinum tveimur og mun

Continue Reading

Það sem ég er spenntur fyrir þann 9. okt.

9. okt næstkomandi mun Google kynna nýja línu af Pixel símum, Pixelbook tölvum og tæki sem hefur líklega fengið nafnið Google Pixel Slate.. Skelfilega langt og óþjált nafn, en vont nafn er víst frekar að verða normið í nafngiftum á tækjum þessa dagana. Þannig að þetta fyrirgefst. En það sem ég er spenntur fyrir er að sjá hvað Google gerir til að herða skrúfurnar á einhverju sem nú þegar er farið að verða virkilegt premium tæki. Fyrst ber að nefna

Continue Reading

Made by Google, 9. okt

Google breytir útaf vananum þetta árið og býður fólki í heimsókn til New York, þann 9. okt (reyndar hafa þeir bætt við boði til Parísar sama dag, sem er þá viðburður fyrir Evrópu) til að sjá nýjustu leikföngin sem þeir eru að framleiða, undir merkinu Made by Google. Þetta árið hafa símarnir Pixel 3 og Pixel 3XL lekið svo hressilega að það er lítið sem við ekki vitum um þá. Reyndar hefur lekinn verið svo hressilegur að fólk sem hallast

Continue Reading

Site Footer

Sliding Sidebar