Twitter og ég.

Seinnipartinn í mars 2009 skráði ég mig inná Twitter, og í þá daga var Twitter dásmlegur samfélagsmiðill og hægt og rólega þróaðist hann í það að verða minn uppáhaldsstaður á internetinu. Þó voru allskonar hlutir sem hægt og rólega gerðu staðinn verri og verri. En þó sem betur fer var íslenska Twitter mikið til óhreift. Hélt áfram að vera fyndinn og skemmtilegur staður til að vera á í lengri eða skemmri tíma.

Með kaupum ákveðins aukýfings á þessum miðli þá virðist mér platformið hafa fengið ansi hressilega í skrúfuna, það er ekki sokkið en hefur versnað til muna. Og nú þegar ég er mjög trúaðar á svona örbloggs plattform þá þarf að finna sér amk nýjan stað til að deila hugleiðingum, tilraunum til fyndni og fleira í þeim dúr. Því hef ég opnað reikning á Loðfílnum, sem er íslensk Mastadon instance. Þar getur þú kæri lesandi fundið mig undir hinu mjög svo vel þekkta elmarinn. Skulum kalla það plan B, amk í bili.

(Visited 34 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar