Vegna þess að það eina sem mér virðist komandi kosningar eigi einungis að snúast um, svigrúm og skuldalækkanir þá slökkti ég á öllum fréttflutningi þangað til framyfir kosningar, fyrir ca. 3 mánuðum gerði ég upp hug minn og það hefur ekkert orðið til að breyta þeirri afstöðu minni. Það á ekki að kjósa gömlu flokkana, þeir eiga það ekki skilið. Fyrir mig er aðeins 3 flokkar sem koma til greina, Lýðræðisvaktin, Píratar og Björt Framtíð, ég kýs þann síðastnefnda…. þó …
Category: Daglegt
Virkilega misgáfulegt raus.
Ein af stóru breytingum þess að eignast snjallsíma fyrir núna 3 1/2 ári var það hvernig ég hlusta á útvarp. Ég hlusta ekki á útvarp í eiginlegri merkingu, en þó nota ég þjónustu RÚV mun meira en áður. Síminn, með hinu stórgóða Beyond Pod appi, hefur gert mér kleift að hala niður þáttum á kvöldin, raða upp í playlista og eyða síðan þegar ég búinn að hlusta á þáttinn. Eftir því sem ég hef orðið tengdari þessi formi hef ég …
Við hjónaleysin í G22 fórum að baka brauð nýlega, það hófst á því að búa til grunnsúr til að baka úr, sú aðgerð er til þess að gera frekar einföld, kostar aðeins smá tíma, dagur 1, 150gr rúgmjöl blandað við 150 gr vatn, látið standa yfir nótt í stofuhita. Dagur 2, 150 gr rúgmöl og 150 gr vatn bætt við, hrært vel saman og látið standa í stofu hita yfir nótt. Dagur 3. bæta við 100 gr, rúgmjöl og 150 …
Vefritið hefur legið í dvala mestann part ársins 2012, það þýðir ekki að það muni leggja upp laupana, þvert á móti kemur það til með að rísa eins og fuglinn fönix úr öskustónni, hvort það verður á komandi ári er alls óvíst, en engu að síður langar vefritinu að óska vinum ættingjum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, friðar og farsældar á komandi ári. Hér er eldaður Hamborgarhryggur að A-Skaftfellskum sið. Með öllu því sem hin gamla herraþjóð kenndi okkur að …
Ég hef svosem áður skrifað það hér að mér finnst Aðventan vera einhver al skemmtilegasti tími ársins, veit ekki hvað það er, en kuldinn, myrkrið, jólaljósin og stemningin er eitthvað sem ég hreinlega elska. Á þessum tíma kem ég mestu í verk fyrir sjálfann mig, ég er duglegastur að hlusta á tónlist sem ég hef ekki heyrt áður. Ég kemst yfir lestur á flestum bókum etc. Nú er það þannig að nýjasti meðlimur tölusafns míns hefur aukið lestur til muna, …
WordPress á Android er greinilega stórfint app. Kanski að maður fari að sinna þessu áhugamáli betur, stay tuned. Follow @elmarinn …
Nýjustu innlegg