Að rembast við að vera spámaður..

Nýlega skrifaði ég stutta færslu um það sem mér fannst líklegt að Google myndi kynna í dag. En miðað við hversu hressilega þetta lak allt saman getur maður aðeins vonast til þess að þessar græjur séu vatnsheldar. En margt var kynnt, sumt ekki, annað nefndi ég ekki. Google Pixel Slate er sennilega það pródúkt sem ég er spenntastur fyrir. En um leið er Pixel 3 sími sem er mjög áhugaverður, ég hef átt XL útgáfurnar af hinum tveimur og mun

Continue Reading

Það sem ég er spenntur fyrir þann 9. okt.

9. okt næstkomandi mun Google kynna nýja línu af Pixel símum, Pixelbook tölvum og tæki sem hefur líklega fengið nafnið Google Pixel Slate.. Skelfilega langt og óþjált nafn, en vont nafn er víst frekar að verða normið í nafngiftum á tækjum þessa dagana. Þannig að þetta fyrirgefst. En það sem ég er spenntur fyrir er að sjá hvað Google gerir til að herða skrúfurnar á einhverju sem nú þegar er farið að verða virkilegt premium tæki. Fyrst ber að nefna

Continue Reading

Made by Google, 9. okt

Google breytir útaf vananum þetta árið og býður fólki í heimsókn til New York, þann 9. okt (reyndar hafa þeir bætt við boði til Parísar sama dag, sem er þá viðburður fyrir Evrópu) til að sjá nýjustu leikföngin sem þeir eru að framleiða, undir merkinu Made by Google. Þetta árið hafa símarnir Pixel 3 og Pixel 3XL lekið svo hressilega að það er lítið sem við ekki vitum um þá. Reyndar hefur lekinn verið svo hressilegur að fólk sem hallast

Continue Reading

Hvaða appa, gæti ég ekki verið án.

Ég er búinn að vera lengi á leiðinni að setja nokkur orð á “blað” um það hvaða öpp eru mér svo mikilvæg að ég held að ég gæti ekki án þeirra verið, eru þau fyrstu sem ég logga mig inní á nýju tæki t.d. Þetta er ekki einfalt mál, og þarfnast smá yfirlegu, en sem disclaimer ætla ég að taka það fram að ég hef viljandi ekki tölvupóst öpp hér inni, en það er frekar augljóst að þau eru mikilvæg.

Continue Reading

Duplex..

Á Google I/O í vor kynnti Google frumútgáfu af þjónustu sem þir kölluðu Duplex, þetta var sá hluti I/O sem fékk mun meiri athygli en allt annað sem kynnt var á I/O, má segja eðlilega vegna þess hve stórfengleg geta Google á þessu sviði sýndar greindar virtist vera. Vissulega var kynningin aðeins nokkrar sekúndur af mjög ritskoðuðu símtali sem Duplex átti við nokkur fyrirtæki, ferlið var um það bil svona, Google notandi biður Google Assistant um að bóka fyrir sig

Continue Reading

Meira af Pixel línunni.

Já, ég viðurkenni það, ég drakk allt Kool Aidið, sími, tölva og headfónar. Ég ætla ekki að halda því fram að Pixelbuds séu bestu heyrnatól sem ég hef átt, en þau eru svo sannarlega þau þægilegustu í meðförum. Auðvelt að skipta á milli í hvaða tækjum ég vil nota þau, og það lagaðist talsvert með síðustu firmware uppfærslu.. Síminn hefur haldið gæðum verulega vel, rafhlaðan enn jafn góð og áður og endist í einn og hálfan til tvo daga, fer

Continue Reading

Fyrir þá sem nota Chromebook…

Þá er þetta síðan fyrir ykkur, hann Kevin C Tofel er kominn af stað með frábæra síðu sem fjallar um Chromebækur.. About Chromebooks púnktur com. Þessu fagna allir góðir menn myndi ég halda. Sennilega hinir líka. Ég er enn að keyra Pixelbókina mína og gæti ekki verið ánægðari með hana, stórfín vél til að grípa með sér. Nú síðast bætist við app stuðningur við Linux öpp, ofan á Android app stuðning sem var bætt við fyrir ári síðan. Það tók

Continue Reading

Góðar fréttir.

Minn kæri hýsingaraðili leysti mig úr snörunni og núna er vefritið secure, þessu fagna allir góðir menn, ekki síst ég. Að horfa þarna upp, vinstramegin við lénið mitt og sjá allt grænt, það er notalegt. Kærar þakkir vinur minn 🙂 Follow @elmarinn

Continue Reading

Úti á örkinni, með Pixelbókina að vopni.

Á morgun verð ég á UTmessunni að vanda, ekki nema áhorfandi, en það er samt alltaf gaman að fara og sýna sig og sjá aðra. Þá verður fyrsti góði prófsteinninn á Pixelbókina mína. Nú fæ ég mörg áhugaverð viðfangsefni fyrir þessa vél að kljást við og reyna virkilega á hana í undarlegum aðstæðum. Follow @elmarinn

Continue Reading

Site Footer

Sliding Sidebar