Okkar besti maður ákvað að byrja aftur að skrifa, það er gleðiefni. Ég fann það, að eftir að Elon Musk ákvað að kveikja í Twitter með bræðismella tjúningu á algríminu sínu, FB, varð endalaus uppspretta auglýsinga og ég latari með hverju árinu sem líður að eǵ vildi bara henda samhengislausum hugsunum útí loftið, sem mögulega einhver les, en sennilega fáir. Þarf ekki like eða emoji, heldur meira bara að losa mig við einhverja innbyggða tjáningarþörf án þess að búast við …
Author: elmar
Það fyrirsjáanlegasta af öllu fyrirsjáanlegu gerðist í hádeginu á aðfangadag, 40 ára taphrina hélt áfram og það þrátt fyrir að ég hafi reynt að bæta sigurlíkur mínar til muna með því að tvöfalda fjölda mandlanna í grautnum, í þetta sinn voru ss. tvær möndlur og 11 diskar, ég var fullur bjartsýni að þetta trikk myndi virka. En því miður fyrir mig gekk þetta ekki upp, ég verð að halda áfram eyðimerkurgöngu minni gagnvart möndlunni í grautnum, það skal reyndar alveg …
Í hádeginu á Aðfangadag er borðaður möndlugrautur, það hefur verið gert frá því að ég var ca 10 ára. Við getum ss. gefið okkur að ég sé búinn að borða möndlugraut í hádeginu á aðfangadag ca 40 sinnum. Ekki einusinni á þessum tíma hefur máttarvöldunum þóknast að leyfa mér að fá möndluna, ég held að ég hafi ekki einusinni verið nálægt því svo mikið sem einusinni. Það verður enn og aftur reynt á morgun, en reynslan hefur kennt mér að …
Eins og allir lesendur vefritsins vita, þá hef ég frá upphafi snjallsímavæðingarinnar verið Android notandi, en það varð næstum því ekki svo. Þegar iPhone 4 kom út, var ekki opinberlega til á íslandi, en hann var og er enn þann dag í dag fallegasti iPhoneinn, þrátt fyrir alla galla hans er hann líka síminn sem skilgreindi til allrar framtíðar hugmyndir okkar um snjallsímann, ef við leggjum 1 stk iPhone 4 á borðið við hliðina á iPhone 17 í dag og …
Ég las þessa fyrirsögn og hugsaði með sjálfum mér, “hmms, ekki man ég eftir neinum dóm yfir mér”. Og við lestur fréttarinnar kom það endanlega í ljós, það var ekki verið að fjalla um mig. Vildi bara að það kæmi fram hér til að taka af allann vafa, sér í lagi hjá þeim vinum mínum sem lesa bara fyrirsagnir. Ég er sannarlega ekki andlag þessarar fréttar. Follow @elmarinn …
Nú er verið að ath með eftirspurn eftir Guðlaugi Þór í borgarstjórn, sem þá borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, fyrir mitt leiti þá má segja að hér á vefritinu sé áhugi “núll”. Follow @elmarinn …
Sennilega er Aðventan minn uppáhaldstími, en það gerðist bara þegar við ákváðum að einfalda lífið, baka bara það sem okkur langar, einfalda matargerð á aðventu og reyna frekar að vera bara saman, klára gjafakaup snemma. Follow @elmarinn …
Jebb, í Ágúst 2017, uppfærði ég listann af símum sem ég hef rokkað í gegnum tíðina, Ég var kominn Pixel vagninn, “OG” Pixel XL var í höndunum á mér, ég hef ekki yfirgefið Pixel síðan, nema til að leika mér. Ég er ss. kominn með Pixel 10 Pro XL, hann er tíundi Pixel síminn minn, ég er kominn í 35 síma á 31 ári, sem gerir rúmlega 1,29 síma á ári. Það er ca respectable held ég. En til að …
Það vita það allir sem vilja vita að ég er sérlega mikill áhugamaður um farsíma og farsímatækni. Ég hef farnetarekstur að starfi sem er ákveðið draumastarf. Núna er tæplega 32 ára ástarsambandi mínu við GSM tæknina að ljúka, eitt af öðrum eru farsímafyrirtæki landsins að loka fyrir notkun á GSM og endurnýta tíðni fyrir nýrri tækni. Þetta er mikill áfangi, og fær mig til að hugsa til baka yfir þau símtæki sem ég hef átt og elskað í gegnum tíðina. …
Nýjustu innlegg