Skellur, sannarlegur skellur.

Fyrir ári síðan, rétt tæplega. Birtist nýr hagkvæmur sími á vefsíðu Google, Pixel 4a. Hann fór opinberlega í sölu á afmælinu mínu, aðgerð sem ég túlkaði að sjálfsögðu mér í hag, að Google væri að gefa mér þetta í afmælisgjöf. En það er sennilega ekki alveg rétt. Enda Google sennilega skítsama um afmælisdaginn minn, þó ég sé sennilega einn mesti aðdáandi varanna þeirra á íslandi.

Í ár má gera ráð fyrir að hagkvæmi síminn úr Pixel línunni birtst þann 18. Ágúst, þetta er skellur fyrir mig að sjálfsögðu, en hingað til hafa þessir hagkvæmu símar frá Google verið frábær tæki, ca 80% af gæðum flaggskips tækja allra framleiðenda, fyrir innan við helming verðsins, oft fyrir 1/3 af verði flaggskips. Þetta eru tæki sem ég hef verið að láta í hendur á börnunum mínum við frábærar móttökur. Mæli með að þessi tæki komi til greina þegar fólk er að ferðast erlendis, en í mörgum löndum má nálgast þessi tæki hjá nánast hvaða endursöluaðila sem er.

(Visited 50 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar