RCS á fullri ferð.

Fyrir nokkrum mánuðum fékk ég mikinn áhuga á RCS, sem er skammstöfun fyrir Rich Communucation Services. Næstu kynslóðar SMS, gefur notendum aðgang að nýrri virkni, lengri skilaboðum, viðbrögðum, stórum myndum og myndböndum og allt hitt. Nokkurskonar WhatsApp í opnum staðli GSMA.

Það er vissulega rétt að fæðingin hefur verið erfið, ekki hjálpar til hvað þessi staðall kemur seint til leiks, svo seint að iMessage hjá Apple, WhatsApp og Messenger hjá Facebook að ógleymdum Signal og öllum hinum smáskilaboða þjónustunum sem til eru hafa tekið yfir smáskilaboðamarkaðinn.

En núna nýlega urðu vatnaskil, AT&T, T-Mobile og Verizon í bandaríkjunum hafa öll staðfest að RCS í útfærslu GSMA og Google verður sjálfgefin smáskilaboða þjónusta á öllum Android símum hjá þeim. Þetta gerir það að verkum að lítið app, Android Messages verður sjálfgefin smáskilaboðaþjónusta allar þessa þjónustuveitenda, áður hafði Samsung gefið það út að þetta yrði sjálfgefið val fyrir smáskilaboð á öllum Samsung símum seldum utan Bandaríkjanna.

Vissulega höfðu þessir þrír áðurnefndir farþjónustu veitendur í Bandaríkjunum áður gefið það út að þau myndu saman innleiða sína útgáfu af RCS, áætlun sem komst ekki lönd né strönd, en þeirra útfærsla studdi ekki grunn virkni og var ótengt alþjóðlegum útgáfum af RCS. Þessi þrjóska stóru þriggja í BNA hefur valdið notendum miklum skaða, en núna er allt á réttri leið fyrir okkur, neytendur. Við fáum einn smávægilegann win fyrir okkur.

Kostir þess að nota þessa þjónust framyfir WhatsApp og önnur öpp er að í þeim tilfellum sem notandi dettur úr gagnasambandi, þá skila smáskilaboð sér á milli notenda sem gamaldags SMS. Eins eru RCS skilaboð dulkóðuð enda í enda, alveg eins og iMessage, WhatsApp og allt hitt í dag. Það þarf að setja þann fyrirvara hér, að þegar þjónusta á borð við RCS, eða iMessage, dettur niður á SMS þá eru samskiptin ekki lengur dulkóðuð enda í enda.

Þetta er mikilvægt skref í átt að tryggari samskiptum notenda á milli, Android messages er síðan með vefútgáfu af þjónustunni sinni, ekki ósvipað vef þjónustu WhatsApp. Eftir að RCS hefur verið virkjað í símanum, fer notandi einfaldlega á þessa vefsíðu og samkeyrir allt jukkið.

Sé Apple raunverlega annt um persónuvernd notenda sinna, svona fyrst þau vilja ekki búa til iMessage app fyrir Android, þá mun Apple bæta við RCS stuðningi í iMessage þjónustu sína, og þá Universal Profile sem GSMA hefur rúllað út og Google náð stuðningi við frá þremur stærstu þjónustuveitendum Bandaríkjanna, Samsung utan Bandaríkjanna ásamt fleiri framleiðendum. Þar með yrðu öll samskipti innan iMessage og um leið Android Message dulkóðuð enda í enda. Aftur þarf að reka þann varnagla að um leið og þessar þjónustur detta úr data sambandi og fara í SMS færslu, þá verða samskipti á milli notenda ekki lengur dulkóðuð..

Með því að bæta RCS stuðningi við iMessage næði Apple að slá nokkrar flugur í einu höggi. Losa um pressum eftirlitsaðila vegna einokunartilburða, bæta öryggi allra notenda. Smávægilegur PR win fyrir þau á tíma þegar Apple þarf á því að halda.

Það væri ákveðin hræsni af hálfu Apple að bæta ekki RCS stuðningi í iMessage þjónustu sína, því Apple hefur núna í mörg ár haldið persónuvernd á lofti og réttilega bent á mikilvægi þess. En með því að styðja ekki RCS, eru samskipti á milli iMessage og Android notenda ekki lengur dulkóðuð, en vandamálið er jú að með því að bæta RCS stuðningi í iMessage missir sú þjónusta ákveðin ljóma sem hefur stafað fá þeirri þjónustu. Það verður mjög áhugvert að fylgjast með næstu misseri. En eins og Apple vs. Epic réttarhöldin birtu okkur svart á hvítu, að iMessage þjónustan er ein leið sem Apple hefur beitt til að bæta notendaupplifun notenda sinna og auka við “stickyness” við þjónustuframboð Apple, sér í lagi á iOS stýrikerfinu.

(Visited 119 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar