Síðan ég eignaðist síma með rúmlega meðalgreind hef ég orðið á undraverðum tíma alveg fastur í hlustun á hin og þessi podcöst, og þó að ég kunni ágætlega við íslenskunina hlaðvarp þá er hún bara ekki nógu útbreidd til að ég noti hana hér í þessum pistli. RÚV, sem gárungarnir kalla risaeðlu sinnir þessu hluverki mjög vel og eru flestir þættir orðnir niðurhalsfærir innan við hálftíma eftir að hann var frumfluttur. Þetta er þjónusta sem RÚV á heiður skilinn fyrir …
Author: elmar
Það er ekkert leyndarmál og ég hef svosem haldið því á lofti að ég er mikill aðdáandi Moleskine bókanna, sem og að ég hef sérstaklega gaman af því að ferðast, það er því sannarlega gaman að segja frá því að í sumar og haust eru 2 ferðir á dagskrá hjá mér og ég á einmitt bókina til að skipuleggja þessar ferðir í, Moleskine Travel Journal er rétta tólið í þetta verkefni. Núna í hvert sinn sem mér dettur eitthvað í …
Frá og með deginum í dag hef ég hitt og spjallað við 3 af 6 frambjóðendum til embættis forseta íslands. Ég efast ekki um að allt þetta fólk er frábærlega hæft til að gegna þessu embætti. En það er aðeins einn sem mér dettur ekki til hugar að kjósa, en það er sá sem kemur sennilega til með að vinna. Hann hefur sýnt það að hann er frábærlega fær pólitíkus, en það er einmitt það sem ég vil ekki á …
Nýjustu innlegg