Ég er búinn að vera lengi á leiðinni að setja nokkur orð á “blað” um það hvaða öpp eru mér svo mikilvæg að ég held að ég gæti ekki án þeirra verið, eru þau fyrstu sem ég logga mig inní á nýju tæki t.d. Þetta er ekki einfalt mál, og þarfnast smá yfirlegu, en sem disclaimer ætla ég að taka það fram að ég hef viljandi ekki tölvupóst öpp hér inni, en það er frekar augljóst að þau eru mikilvæg. …
Author: elmar
Á Google I/O í vor kynnti Google frumútgáfu af þjónustu sem þir kölluðu Duplex, þetta var sá hluti I/O sem fékk mun meiri athygli en allt annað sem kynnt var á I/O, má segja eðlilega vegna þess hve stórfengleg geta Google á þessu sviði sýndar greindar virtist vera. Vissulega var kynningin aðeins nokkrar sekúndur af mjög ritskoðuðu símtali sem Duplex átti við nokkur fyrirtæki, ferlið var um það bil svona, Google notandi biður Google Assistant um að bóka fyrir sig …
Já, ég viðurkenni það, ég drakk allt Kool Aidið, sími, tölva og headfónar. Ég ætla ekki að halda því fram að Pixelbuds séu bestu heyrnatól sem ég hef átt, en þau eru svo sannarlega þau þægilegustu í meðförum. Auðvelt að skipta á milli í hvaða tækjum ég vil nota þau, og það lagaðist talsvert með síðustu firmware uppfærslu.. Síminn hefur haldið gæðum verulega vel, rafhlaðan enn jafn góð og áður og endist í einn og hálfan til tvo daga, fer …
Þá er þetta síðan fyrir ykkur, hann Kevin C Tofel er kominn af stað með frábæra síðu sem fjallar um Chromebækur.. About Chromebooks púnktur com. Þessu fagna allir góðir menn myndi ég halda. Sennilega hinir líka. Ég er enn að keyra Pixelbókina mína og gæti ekki verið ánægðari með hana, stórfín vél til að grípa með sér. Nú síðast bætist við app stuðningur við Linux öpp, ofan á Android app stuðning sem var bætt við fyrir ári síðan. Það tók …
Þetta kemur mjög seint, en betra er seint en aldrei. Nýlega eignaðist ég headfóna frá Google, sem heita Pixelbuds, já nafnið er ekki gott, en þetta eru Bluethooth headfónar sem notast við útgáfu 4.2 af Bluetooth staðlinum. Í stuttu máli sagt hafa þessir headfónar komið mér skemmtilega á óvart og það má segja að þeir hafi leyst ákveðið vandamál sem sneri að eihverju sem má kalla hversdags hlustun. Þegar Google tók þá ákvörðun að fjarlægja 3,5mm jack tengið sem er …
Minn kæri hýsingaraðili leysti mig úr snörunni og núna er vefritið secure, þessu fagna allir góðir menn, ekki síst ég. Að horfa þarna upp, vinstramegin við lénið mitt og sjá allt grænt, það er notalegt. Kærar þakkir vinur minn 🙂 Follow @elmarinn …
Jájá… ÉG veit, það eru allir komnir með nóg, en ég var nú samt með Pixelbókina mína á UTMessunni til að taka niður minnispunkta etc. fyrir sjálfann mig og hugsanlega aðra og niðurstaðan er sú að þetta er frábær vél til að nota á svona eventum, það fer lítið fyrir henni þannig að hún er ekki fyrir manni í þéttsetnum sal, hún er það létt að hún dregur mann ekki niður, og síðan er hún bara falleg… Tæki sem maður …
Á morgun verð ég á UTmessunni að vanda, ekki nema áhorfandi, en það er samt alltaf gaman að fara og sýna sig og sjá aðra. Þá verður fyrsti góði prófsteinninn á Pixelbókina mína. Nú fæ ég mörg áhugaverð viðfangsefni fyrir þessa vél að kljást við og reyna virkilega á hana í undarlegum aðstæðum. Follow @elmarinn …
Þeir sem þekkja mig vita að ég hef mikinn áhuga á kaffi, ég drekk mikið af kaffi á hverjm degi, en ekki nóg með það, heldur er ekki alveg sama hvaða kaffi ég drekk. Vissulega er ég frekar óldskúl þegar kemur að því að hella uppá heima hjá mér, og finnst vel vön Mokka kanna frá Bialetti gefa mér jafnbesta bollann alltaf…. Þetta er umdeilt, og ég viðurkenni það fúslega, er ekki algerlega alheimsskoðun. En allavega, ég hef lengi talað …
Nýjustu innlegg