Það er enginn skortur á Android TV boxum í heiminum, úrvalið er nær frá því að vera algjört sorp, og kosta því lítið, yfir miðjuna þar sem Mi Box S trónir á toppnum yfir bestu kaupin, uppí mögulega besta Androd TV boxið á markaðnum Nvidia Shield TV, ég á t.d. Mi Box S boxið sem hefur reynst mér mjög vel, það er sæmilega snappy, með helling af möguleikum, styður 4K upplausn og utanáliggjandi drif og fleira í þeim dúr. Í …
Author: elmar
Nei, þetta er ekki jafn skelfilegt og Pixel 3 og 4 lekarnir, sem voru svo ýtarlegir að það þurfti varla að kynna þá síma, Rick Osterloh hefði alveg eins getað lagt þá síma á borðið og sagt blaðamönnum að nota þá. En þetta er engu að síður vandræðalegt, síminn sem átti að fá formlega kynningu á Google I/O núna 12. maí, virðist núna nánast vera kominn í sölu, myndir af Pixel 4a í sölupakkningum hafa birst á twitter. Umbúðirnar eru …
5 mánuðum eftir að Stadia opnaði fyrir þá sem þjást af straxveiki (hér er sá sem þetta skrifar ekki undanþeginn) hefur Google loksins opnað fyrir “gjaldfrjálsa” spilun, hún er gjaldfrjáls að því leitinu til að það þarf ekki að greiða áskriftargjald til að hafa aðgang að þjónustunni, en leikina þarf spilari engu að síður að kaupa, og það eru enn ákveðin fríðindi fólgin í því að greiða áskriftina, ódýrari leikir, nokkrir ókeypis leikir í hverjum mánuði, 4K streymi (vs. 1080p …
Orðið á götunni er að önnur kynslóð þráðlausra heyrnatóla Google, sem eiga að heita PixelBuds 2, já ég veit… Nafnið er alveg jafn vont og áður, jafnvel verra ef eitthvað er. Þau birtust í eitt augnabli á vefsíðu B&H í síðasta mánuði, þar sem verðið $179 var staðfest en án afhendingar dagsetningar. Sú síða var tekin niður nánast um leið. Síðan þá hafa þessi heyrnatól birst hér og þar í hinum ýmsu kerfum, FCC staðfesting, BlueTooth vottun og fleira í …
Ég ætla að leyfa mér að endurbirta blogg frá haustinu 2007, sem var síðan aftur birt árið 2012, þar sem ég fór mikinn í matreiðslu, en upphaflega færslan var birt á meðan ég var heima í fæðingarorlofi með frumbuðrinn. Þetta geri vegna þess að þennan rétt er handhægt að elda fyrir öll tækifæri, líka ef mann langar bara í einhverskonar comfort food. Á sínum tíma var ég mikið að hlusta á The Smiths, og naut lagsins Panic alveg í botn, …
Núna þegar við erum öll meira og minna föst heima hjá okkur, að bíða eftir að samkomubanni verið aflétt eða amk létt á takmörkunum er fullkomið tækifæri til að finna sér myndsímtala app sem virkar, eins og staðan er í dag er FaceTime sennilega best þekkta slíka lausnin, en hún er því miður aðeins aðgengileg tæplega helmings snjallsímanotenda á Íslandi, rúmlega helmingur þarf að nota eitthvað annað. En þetta þarf ekki að vera svona, því mikið magn svona appa er …
Í árdaga android, fyrripart árs 2011 var Google Music þjónusta sem ég var mikill aðdáandi fyrstu 6 mánuðina eftir beta gangsetningu var þjónustan aðeins í boði sem invite þjónusta. þegar þarna var komið gafst mér færi á að hlaða upp allt að 20.000. lögum án endurgjalds, ég man þegar ég fékk invite frá góðum vin hvað það gladdi mig. Þarna var framtíðin komin í mínum huga. Enda rippaði ég geisladiska eins og vindurinn þarna um sumarið til að hlaða inní …
Þetta var bara grín, eftirréttar nöfnin eru farin, því miður. En það breytir því ekki að nánast eins reglulega og klukkan tifar, kemur ný útgáfa af Android stýrikerfinu, hún er nr. 11 að þessu sinni og það er aðeins verið að leyfa okkur að kíkja innum gluggann á því hvað við fáum að sjá í nýrri útgáfu. Þessi útgáfa heitir því tilkomumikla nafni Android 11 DP1. Þetta er fyrsta af 6 útgáfum áður en formleg útgáfa nr. 11 kemur út. …
Það er standandi brandari innan tæknibloggarastéttarinnar að ræða Wear OS, sem er Android fyrir wearebles eins og t.d. snjall úr. Sennilega vegna þess að Apple hefur með sínum úrum tekið þennan markað og gleypt hann nánast eins og hann leggur sig. En það þýðir ekki að Wear OS markaðurinn sé dauður, Google hefur keypt Fitbito og hluta af IP frá Fossil, það er einmitt Skagen dótturfélag Fossil sem hefur haldið merki Wear OS á lofti. Núna nýlega komu nýjustu wear …
Nýjustu innlegg