Klappið

Sem mikill aðdáandi, og notandi, Almenningssamgagna varð ég mjög glaður þegar Strætó bauð mér að taka þátt í prófunarhóp Klappsins, sem er nýtt greiðslukerfi fyrir Strætó. Stóra breytingin er kanski sú að í stað þess að láta bílstjórann bera þá ábyrgð að staðfesta greiðslu fargjalds, er miðinn einfaldlega skannaður og skanninn gefur til kynna hvort fargjald hafi verið greitt eða ekki. Þetta er aðferð sem fólk á það þekkja frá London með notkun á Oystercard. Eða í Skandinavíu. Sennilega er þetta það sem stefnt var að fyrir ca 15 árum. Þetta er allvega frábær breyting, sem er ca 15 árum of sein á leiðinni. Næsta breyting væri að fá fleiri skanna í vagnana og hleypa notendum inn og út á öllum hurðum. Því eini “gallinn” sem ég hef rekið mig á í notkun þessarar lausnar er að skanninn tekur smá tíma að staðfesta greiðslu. Ég set galli í gæsalappir því þetta er einfaldlega tíminn sem tekur að lesa QR kóða. Mögulega mætti leysa þetta með því að notast við NFC í stað QR kóða.

Fyrir mig sem árskorts hafa hjá Strætó verður einnig áhugavert hvernig þeir miðar verða leystir. Þarf ég samt að skanna í hvert sinn? Ég er allvega ánægður með þetta app og þessa áherslu. Nafnið finnst mér líka gott.

(Visited 105 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar