One Plus Nord 2 5G

Fyrir nokkrum árum eignaðist (nánar tiltekið veturinn 2014/15) ég dásamlegann farsíma, með sandstone bakhlið, og spekkum til að keppa við allt það besta sem var í gangi þá, fyrir utan myndavélina sem var drasl. Þetta var fyrsti One Plus síminn, og hann var seldur undir merkjum #NeverSettle og #FlagshipKiller, alveg á topp 5 yfir bestu og skemmtilegustu tæki sem ég hef átt. Ekki síst fyrir það hvað hann var ódýr á þeim tíma sem ég keypti hann. Ég man að ég fékk símann sendann til Þýskalands, þar sem tengdafaðir minn umpakkaði tækinu og áframsendi til mín.

Eftir því sem tíminn hefur liðið hefur OnePlus vaxið og dafnað og símarnir bara orðið betri, vissulega var svona hit and miss hjá þeim, oftast voru oddatölurnar fínar en sléttu tölurnar ekki svo. En um leið hefur verðið hækkað, þeir eru vissulega ekki komnir í verðflokk Samsung og Apple, en farnir að nálgast það. Enn erum við að tala um frábær tæki, og núna hefur myndavélavandamálið verið lagað að mestu leiti.

Í fyrra brá svo við að það kom á markað, í Evrópu stórkostlegt tæki frá OnePlus, með viðbótina Nord. Þar virðist fyrirtækið hafa leitað aftir í ræturnar, og reynt að gefa pöpulnum frábært tæki á viðráðanlegu verði. Það tókst, og var OnePlus Nord einn áhugaverðasti síminn á markanum árið 2020. Núna er búið að staðfesta aðra kynslóð Nord símanna, OnePlus Nord 2 5G. Sem á að opinbera 22. Júli næstkomandi. Lítið hefur lekið að ráði um þetta tæki, en það verður áhugavert að sjá hvað það hefur fram að færa.

Við vitum að hann keyrir MediaTek Dimensity 1200 örgjörfa, verður 5G sími, reyndir allir símar í dag 5G compatible. Og verður á áhugaverðu verði, Pete Lau forstjóri OnePlus fullyrðir að um sé að ræða yfirgripsmikla uppfærslu frá fyrra tæki.

Ég hlakka allavega ti. En eins og alþjóð veit, þá flutti ég inn frá Bretlandi Pixel 5, sem ég verð að segja að er sennilega besti sími sem ég hef átt, þrátt fyrir að vera ekki með allra fínasta fínt í spekkum. Dóttur minni einni gaf ég Pixel 3a í fyrra sem er frábært tæki fyrir peninginn, og elsta dóttirin fékk Pixel 4a í vor, sem er líka frábært tæki fyrir enn minni pening. Þetta svið, þar sem framleiðendur eru að selja okkur kanski 80-85% af premium tækjum á ca 50% af verðinu er sennilega áhugaverðasta svið farsímageirans í dag, stórfín tæki í boði fyrir alla verðflokka.

(Visited 47 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar